Áskorun til þingmanna að segja NEI við áfengisfrumvarpi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent áskorun til allra þingmanna um að segja nei við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt.

AfengiBarnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent áskorun til allra þingmanna um að segja nei við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt.

Í áskoruninni segir: „Barnaheill skora á þingheim að skoða heildstætt, og með sjónarmiðið um það sem er barni fyrir bestu, hvaða áhrif frumvarp til breytinga á lögum um verslun með áfengi getur haft á líf barna á Íslandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, skal sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu hafa forgang þegar löggjafarstofnanir ríkja gera ráðstafanir sem varða börn. Verði árekstur sjónarmiða við mat á áhrifum frumvarpsins skulu hagsmunir barna ráða við ákvarðanir um hvort það verði að lögum. Byggist það sjónarmið á almennum athugasemdum barnaréttarnefndarinnar sem hefur eftirlit með því að Barnasáttmálanum sé rétt framfylgt, nr. 14 (2013), við 1. mgr. 3. gr. sáttmálans.”

Umsögn Barnaheilla um fyrirliggjandi frumvarp er að finna hér: http://www.barnaheill.is/static/files/pdf/Umsogn_um_frumvarp_til_laga_um_verslun_med_afengi_smasala.pdf

Blaðagrein sem birtist í fjölmiðlum árið 2014 þegar frumvarpið var síðast lagt fram  er að finna hér: http://www.barnaheill.is/Frettir/Frett/afengiimatvoruverslanirskrefafturabak/.