Átta ára drengur óskar eftir íbúð

Greinin hér að neðan birtist í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þátttakendur í átakinu, en samtökin berjast fyrir auknum mannréttindum barna hérlendis og erlendis,  m.a. með því að stuðla að vernd barna gegn hvers konar ofbeldi.

Greinin hér að neðan birtist í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem nú stendur yfir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þátttakendur í átakinu, en samtökin berjast fyrir auknum mannréttindum barna hérlendis og erlendis,  m.a. með því að stuðla að vernd barna gegn hvers konar ofbeldi.

Átta ára drengur óskar eftir íbúð
- Um áhrif ofbeldis á heimilum á börn 

Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur nú yfir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þátttakendur í átakinu, en samtökin berjast fyrir auknum mannréttindum barna hérlendis og erlendis,  m.a. með því að stuðla að vernd barna gegn hvers konar ofbeldi.

Margir foreldrar í ofbeldissamböndum telja sig geta haldið börnunum fyrir utan ofbeldið. Oftar en ekki er ofbeldið gegn móðurinni. Það er alla jafna vel falið fjölskylduleyndarmál, sem gerir það að verkum að börnin fá sjaldnast tækifæri til þess að tala opinskátt um líðan sína og ástandið á heimilinu. Börnin eru því ein með hugsanir sínar. Þau reyna sjálf að finna skýringar á því sem þau hafa séð og heyrt á heimilinu en þora ekki að spyrja foreldra sína að því sem brennur á þeim, eða vilja ekki íþyngja þeim með spurningum sínum.

Ólíkt fullorðnum hafa börnin ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga engin ráð við því sem er að gerast. Það gerir aðstæðurnar sérstaklega erfiðar fyrir þau og veldur kvíða og ótta, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Þessi lífsreynsla fylgir þeim áfram út ævina og hætta er á því að úr verði langvinnir erfiðleikar.

Eftir því sem börnin verða eldri og þroski þeirra eykst, fara þau að skilja betur veruleikann sem þau búa við. Að sama skapi er hætta á því að þau fari að þróa með sér samviskubit og finnist þau með einhverjum hætti bera ábyrgð á ofbeldinu. Þegar spennan á heimilinu magnast, hafa þau hægt um sig og eru hrædd um að þau muni stuðla að frekari árásum á móður sína. Annað sem oft kemur fram í viðtölum við börnin er mikil eftirsjá að hafa ekki stöðvað ofbeldið og þeim finnst þau hafa brugðist móður sinni.

Börnin læra snemma um erfiðar staðreyndir lífisins, staðreyndir sem þau hafa ekki enn þroska til að skilja. Af illri nauðsyn fullorðnast þau of fljótt á vissum sviðum og fá ekki að njóta þess að þroskast á eðlilegan máta eins og önnur börn. Þau fara gjarnan að gera óraunhæfar kröfur til sín og taka á sig óásættanleg hl