Bætt geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn

Barnaheill þrýsta á um bætta geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu og besta mögulega heilsufars .

ÞJ_ls_500Barnaheill þrýsta á um bætta geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu og besta mögulega heilsufars . Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa tekið virkan þátt í að þrýsta á um að geðheilbrigðisþjónusta við börn verði efld verulega, en mörg undanfarin ár hafa mannréttindi barna með hegðunarvanda, geðrænan vanda og taugaþroskaraskanir verið þverbrotin vegna skorts á fullnægjandi viðbrögðum stjórnvalda við endurteknum ábendingum um galla innan geðheilbrigðiskerfisins . 

Meðal þess sem Barnaheill hafa lagt af mörkum er þátttaka í undirbúningi við gerð stefnu og aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Fulltrúi samtakanna sat í vinnuhópi á vegum Velferðarráðuneytisins um geðrækt og forvarnir. Í desember 2015 sendu Barnaheill umsögn til Alþingis um þingsályktunartillögu um stefnuna og aðgerðaáætlunina þar sem hvatt var til þess að brugðist yrði við bráðum vanda í geðheilbrigðisþjónustu við börn. 

Þingsályktunartillagan var afgreidd þann 29. apríl síðastliðinn án þess að gera þar ráð fyrir sérstökum aðgerðum vegna hins bráða vanda. 

Frá vori 2015 hafa Barnaheill átt samstarf við hóp annarra hagsmunaaðila, að frumkvæði SAMFOKs um að þrýsta á um að uppfylla ákvæði Barnasáttmálans og annarra laga, útrýma biðlistum eftir greiningum og þjónustuúrræðum, að auka sérfræðiþjónustu í skólum og tryggja að stefnan um skóla án aðgreiningar gagnist öllum börnum eins og henni er ætlað að gera. Samstarfið hefur verið viðvarandi síðan, en í kjölfar áskorunar sem hópurinn sendi frá sér í febrúar 2015 til alþingismanna, borgarfulltrúa og Sambands íslenskra sveitarfélaga, bauð Sambandið til samráðsfundar vegna barna í vanda í skólakerfinu. Helstu niðurstöður þess fundar voru þær að nú þegar lægju fyrir nægar upplýsingar til að byggja aðgerðir stjórnvalda og þjónustuaðila á, ekki væri þörf á frekari rannsóknum eða gagnaöflun til að hefjast handa við lagfæringar á kerfinu. Grípa þyrfti tafarlaust til aðgerða á grundvelli þeirrar vitneskju sem fyrir lægi. Á samráðs­ fundinum ákvað hópurinn að starfa áfram saman að málefninu og st&o