Bætum framtíð barna í Kambódíu

Barnaheill á Íslandi styðja verkefni í Kambódíu, sem er hluti af alþjóðaverkefni Barnaheilla ”Bætum framtíð barna” (e. Rewrite the future), og miðar að því að auka skólaðgang og bæta gæði menntunar barna fram til ársins 2010. Í verkefni Barnaheilla í Kambódíu er áhersla lögð á að ná til barna sem búa í afskekktum svæðum og eru ekki í skóla, að bæta kennsluaðferðir og kennsluumhverfi og að auka hlutfall stúlkna sem sækja skóla. Í lok ársins 2006 lögðu Barnaheill til átta milljónir króna í uppbyggingu á skólastarfi barna í Stoeung Trong héraði í Kompong Cham sýslu í norðaustur Kambódíu. Barnaheill þakka félagsmönnum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn.

Barnaheill á Íslandi styðja verkefni í Kambódíu, sem er hluti af alþjóðaverkefni Barnaheilla ”Bætum framtíð barna” (e. Rewrite the future), og miðar að því að auka skólaðgang og bæta gæði menntunar barna fram til ársins 2010. Í verkefni Barnaheilla í Kambódíu er áhersla lögð á að ná til barna sem búa í afskekktum svæðum og eru ekki í skóla, að bæta kennsluaðferðir og kennsluumhverfi og að auka hlutfall stúlkna sem sækja skóla. Í lok ársins 2006 lögðu Barnaheill til átta milljónir króna í uppbyggingu á skólastarfi barna í Stoeung Trong héraði í Kompong Cham sýslu í norðaustur Kambódíu. Barnaheill þakka félagsmönnum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn.

Í lok ársins 2006 lögðu Barnaheill til átta milljónir króna í uppbyggingu á skólastarfi barna í Stoeung Trong héraði í Kompong Cham sýslu í norðaustur Kambódíu.Fyrir það fé hefur verið byggður skóli með 6 kennslustofum og með allri nauðsynlegri aðstöðu. Vinnuhópar og skólaskipulagsnefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að endurskrá þá nemendur sem hætt hafa í skóla. Við hefur bæst kennsla í  5. og 6.bekk í grunnskóla í þorpinu Veal Bompong, og hafa kennarar fengið viðeigandi þjálfun og menntun til að takast á við kennslu efri stiga grunnmenntunnar.   Níu skólar fengu viðbótarkennsluefni ss. orðabækur og sögubækur. Einnig hafa kennarar og foreldrar fengið kennslu um varnir gegn fuglaflensu, malaríu og öðrum sjúkdómum sem þeir miðla áfram til nemenda sinna og barna. Einnig var upplýsingarefni um nauðsyn og mikilvægi menntunar dreift til foreldra og kennara til að stuðla að fjölgun nemenda á svæðinu.

Barnaheill munu á árinu 2008 styðja áframhaldandi uppbyggingu skólastarfs í afskekktum byggðumKompong Cham sýslu.

Barnaheill þakka félagsmönnum og styrktaraðilum kærlega fyrir góðan stuðning og vona að áframhald verði á.