Banvænt vatn á Gaza

Eina uppspretta ferskvatns á Gaza er hættuleg heilsu manna og menguð af áburði og úrgangi manna. Þetta kemur fram í átakanlegri nýrri skýrslu, Börnin á Gaza dragast aftur úr, sem Barnaheill – Save the Children og Læknahjálp Palestínumanna (e. Medical Aid for Palestinians) hafa sent frá sér í tilefni af því að nú eru fimm ár liðin frá því herkví var komið á um Gaza.

Eina uppspretta ferskvatns á Gaza er hættuleg heilsu manna og menguð af áburði og úrgangi manna. Þetta kemur fram í átakanlegri nýrri skýrslu, Börnin á Gaza dragast aftur úr, sem Barnaheill – Save the Children og Læknahjálp Palestínumanna (e. Medical Aid for Palestinians) hafa sent frá sér í tilefni af því að nú eru fimm ár liðin frá því herkví var komið á um Gaza.

Í skýrslunni kemur einnig fram að ráðþrota fjölskyldur neyðast til að kaupa vatn af einkaaðilum, án þess þó að vita að í flestum tilfella er það vatn of mengað, jafnvel tíu sinnum mengaðra en öryggisviðmið segja til um. Barnaheill – Save the Children óttast að hætta á sýkingum sé að aukast, þar sem 1,7 milljónir manna, þar af 800 þúsund börn, búa á aðeins 365 ferkílómetra svæði. Til samanburðar má nefna að heildar flatarmál Reykjavíkur er 277 ferkílómetrar. 

„Saklaus börn búa við ómannúðlegar aðstæður eftir fimm ára herkví. Þau neyðast til að drekka óhreint og hættulegt vatn sem skaðar þau og veikir ónæmiskerfi þeirra. Niðurgangur, sem við getum auðveldlega læknað hér á landi, getur verið banvænn við þessar aðstæður,“ segir Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. 

Frá því að herkví hófst um Gaza, hefur fjöldi barna undir þriggja ára aldri, sem fær meðferð við rennandi niðurgangi, tvöfaldast. Hátt hlutfall af nítrati, sem finna má í saur og áburði, er einnig tengt við nokkrar tegundir krabbameins og er mjög hættulegt vanfærum konum.

Holræsakerfið á Gaza er gjörsamlega ónýtt. Mestur varð skaðinn í átökunum 2008-2009 og vatnshreinsistöðvar ýmist standa ekki undir álagi eða skortir eldsneyti. Opnar safnþrór eru við hlið heimila; á fyrstu tveimur mánuðum ársins drukknuðu þrjú börn í opnum þróm.

„Börnin á Gaza búa við sömu aðstæður og væru þau í fangelsi. Þau eru innilokuð og geta ekki leyft sér að láta sig dreyma um betri framtíð,“ segir Björg. „Við verðum að binda enda á herkvína og setja þegar af stað áætlun til að koma hreinu og öruggu vatni til íbúanna og hrinda í framkvæmd hreinlætisaðgerðum.“

Í dag geta íbúar Gaza aðeins yfirgefið svæðið á tveimur stöðum og þeir þurfa sérstök öryggisleyfi til að komast í gegnum vel varin landamærin. Nauðsynlegur varningur til að gera við holræsi og vatnslagnir kemst ekki í gegn og er á lista yfir varning sem ekki má flytja inn á svæðið. Aðeins einn fimmti af &t