Barnafátækt - brot á mannréttindum barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna skýrslu um fátækt barna á Íslandi og í Evrópu þriðjudaginn 15. apríl kl 12.00 - 13:00 í sal Austurbæjarskóla við Barónsstíg.

Skýrslan er samstarfsverkefni Save the Children samtakanna í Evrópu um fátækt barna í álfunni. Megintilgangur verkefnisins er að kanna stöðu barna með tilliti til efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra.

Niðurstöður sýna að vegna fátæktar njóta ekki öll börn þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því er mikilvægt að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í sal Austurbæjarskóla þriðjudaginn 15. apríl kl. 12:00. Þar verða einnig sýnd viðtöl við nemendur sem hafa unnið verkefni í tengslum við skýrsluna. Þá verður í kynningunni lögð sérstök áhersla á stöðu barna á Íslandi.
 
Dagskrá:

  • Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi opnar fundinn 
  • Myndband: Að búa við fátækt - sjónarhorn barna og kennara
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi kynnir niðurstöður rannsóknar samtakanna um barnafátækt og félagslega einangrun í Evrópu 
  • Fyrirspurnir og umræður 
  • Kolbrún Baldursdóttir formaður stjórnar Barnaheilla - Save the Children á Íslandi flytur lokaorð.

Fundarstjóri er Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi.
Kynningin er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Vinsamlega áframsendið á þá sem þú telur málið varða.
Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is fyrir 11. apríl nk.
Barnaheill - Save the Children Iceland – Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík s. 553 5900 – fax. 553 5960 – barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is