Skýrsla Barnaheilla - Barnafátækt er brot á mannréttindum barna

Tæplega 27 milljónir barna í Evrópu eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun, ójöfnuður hefur aukist og er barnafátækt veruleiki í öllum ríkjum Evrópu, einnig í hinum norrænu velferðarríkjum.


Tæplega 27 milljónir barna í Evrópu eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun, ójöfnuður hefur aukist og er barnafátækt veruleiki í öllum ríkjum Evrópu, einnig í hinum norrænu velferðarríkjum.

 
Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynntu í Austurbæjarskóla nú fyrr í dag.  Skýrslan er samstarfsverkefni Save the Children samtakanna í Evrópu um fátækt barna í álfunni. Skýrslan tekur til landanna 28 í Evrópusambandinu auk Íslands, Noregs og Sviss.

Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum kynnti niðurstöður skýrslunnar, Kolbrún Baldursdóttir formaður samtakanna flutti lokaorð og Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri var fundarstjóri og stýrði umræðum. Á kynningunni var sýnt myndband þar sem börn í Austurbæjarskóla og kennarar á höfuðborgarsvæðinu ræddu um veruleika íslenskra barna.

Í skýrslunni kemur fram að ójöfnuður er meginástæða fátæktar og félagslegrar einangrunar. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist í mörgum ríkjum, niðurskurður verið á þjónustu við börn, einnig í hinum norrænu velferðarríkjum og ríkjum sem geta státað af efnahagsvexti undanfarin ár. Þar hafa börnin ekki fengið hlutdeild í þeim vexti. Frá 2008 - 2012 jókst fátækt á meðal barna í Evrópu úr 26,5% í 28%, eða um 1.000.000 börn. Þar af jókst fjöldi fátækra barna um 500.000 á tímabilinu 2011- 2012.

 
Á Íslandi jókst hættan á fátækt og félagslegri einangrun barna um 2,8% frá 2008 – 2012 og eru um 16% barna á Íslandi í þessum hópi . Þó að staðan á Íslandi sé að mörgu leyti góð hefur fátækt og ójöfnuður barna á Íslandi aukist frá hruni. Mörg börn búa við óviðunandi aðstæður hvað varðar húsnæði og er húsnæðiskostnaður mjög hár hlutfallslega af tekjum þeirra sem minnst hafa. Tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Ójöfnuður er ekki einungis einn orsakavaldur fátæktar, heldur einnig afleiðing.  Börn sem alast upp við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og fátæktin flyst á milli kynslóða.

 
Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn að hafa sömu tækifæri til að lifa og þroskast og ekki má mismuna börnum vegna stöðu, bakgrunns eða uppruna þeirra eða fjölskyldunnar. Börn bera ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem þau eru í. Fátækt og félagsleg eina