Barnaheill efna til blaðamannafundar

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, efna til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu, mánudaginn 15. september kl. 10:30. Á fundinum afhenda íslenskir rithöfundar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undirskriftalista frá íslenskum rithöfundum sem ráðherrann er beðinn um að færa Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í New York síðar í mánuðinum.

Undirskriftasöfnun rithöfundanna er unnin í samstarfi við alþjóðasamtökin Save the Children, en rithöfundar um allan heim hafa þegar skrifað undir bréfið.

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, efna til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu, mánudaginn 15. september kl. 10:30. Á fundinum afhenda íslenskir rithöfundar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undirskriftalista frá íslenskum rithöfundum sem ráðherrann er beðinn um að færa Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í New York síðar í mánuðinum.

Undirskriftasöfnun rithöfundanna er unnin í samstarfi við alþjóðasamtökin Save the Children, en rithöfundar um allan heim hafa þegar skrifað undir bréfið.