Barnaheill hvetja til samvinnu í báráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum

Komin er út stöðuskýrsla Save the Children-samtakanna, sem eru innan alþjóðasamtakanna INHOPE. Í henni kemur m.a. fram að mikill hluti mynda af kynferðislegu ofbeldi eru teknar á einkaheimilum, að barnaklám tengist „sex tourism“ og mansali og að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi sé farin að tengjast barnaklámi á Netinu. Í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum leggja Barnaheill áherslu á meiri samvinnu milli lögreglu, félagsþjónustu, heilsugæslu, barnaverndaryfirvalda, dómara og þeim samtökum sem koma að málefnum um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Réttindi barna munu styrkjast við samvinnu þessara aðila.

 

Komin er út stöðuskýrsla Save the Children-samtakanna, sem eru innan alþjóðasamtakanna INHOPE. Í henni kemur m.a. fram að mikill hluti mynda af kynferðislegu ofbeldi eru teknar á einkaheimilum, að barnaklám tengist „sex tourism“ og mansali og að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi sé farin að tengjast barnaklámi á Netinu. Í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum leggja Barnaheill áherslu á meiri samvinnu milli lögreglu, félagsþjónustu, heilsugæslu, barnaverndaryfirvalda, dómara og þeim samtökum sem koma að málefnum um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Réttindi barna munu styrkjast við samvinnu þessara aðila.

Með verkefninu „Stöðvum barnaklám á Netinu", þar sem ábendingalínan gegnir stóru hlutverki, taka Barnaheill þátt í alþjóðlegu samstarfi innan INHOPE-samtakanna gegn stafrænni dreifingu á barnaklámi og öðru ólöglegu og/eða skaðlegu efni. Í samtökunum er lögð áhersla á samvinnu ábendingalínunnar, netþjónustuaðila og lögreglu í hverju landi fyrir sig auk þess sem ábendingalínur í löndunum innan INHOPE vinna náið saman. Evrópusambandið styður verkefnið og hefur gert rammasamþykkt um aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og barnaklámi. Í samþykktinni kemur fram að öll aðildarríkin verða að tryggja að landslög verndi öll börn til 18 ára aldurs gegn því ofbeldi sem fólgið er í barnaklámi.
Einnig hvílir sú ábyrgð á stjórnvöldum ríkjanna að móta stefnu sem tryggir að barnungir notendur Netsins njóti verndar og öryggis. Breytingar í löggjöf eru nauðsynlegar til að mæta nýjum kröfum um vernd barna eftir því sem Netið þróast enn frekar. Í framtíðinni mun fólk hafa aðgang að Internetinu í gegnum farsímana. Í þá mun stöðugt bætast við ný þjónusta. Möguleikar og hættur á Netinu mun færast yfir á farsímana þar sem börn eru aðalnotendurnir.

Sjá einnig
- íslenska samantekt úr stöðuskýrslu Save the Children Alliance á barnaklámi og nettengdu kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. PDF-skjal.