Barnaheill opna Heyrumst.is!

Föstudaginn 30. október kl. 12 munu Barnaheill opna barna- og unglingavefinn heyrumst.is í bíósal Austurbæjarskóla. Vefurinn er afmælisgjöf til ungmenna Íslands, en í ár fagna Barnaheill 20 ára starfsafmæli. Heyrumst.is gerir börnum og unglingum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri, og þar geta þau einnig sótt stuðning og upplýsingar á þeirra forsendum. „

 

Föstudaginn 30. október kl. 12 munu Barnaheill opna barna- og unglingavefinn heyrumst.is í bíósal Austurbæjarskóla. Vefurinn er afmælisgjöf til ungmenna Íslands, en í ár fagna Barnaheill 20 ára starfsafmæli. Heyrumst.is gerir börnum og unglingum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri, og þar geta þau einnig sótt stuðning og upplýsingar á þeirra forsendum. „

Eitt af meginmarkmiðum Barnaheilla um allan heim er að sjá til þess að raddir barna heyrist. Á heyrumst.is ar geta börn og unglingar undir 18 ára leitað stuðnings og ráðgjafar á þeirra forsendum og einnig látið skoðanir sínar í ljós á málefnum sem snerta þau," segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Vefurinn verður á íslensku, ensku og pólsku svo að ná megi til sem flestra ungmenna á Íslandi.

„Við búum í fjölmenningarsamfélagi og viljum gefa öllum börnum kleift að tjá skoðanir sínar og leita sér ráðgjafar," segir Petrína og bætir við að hópur sjálfboðaliða muni sjá um ráðgjöfina. Barnaheill mun safna saman upplýsingum um hvað hvíli á börnum og unglingum og nýta þær til að bæta aðstæður þeirra á Íslandi.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra mun opna vefinn og nemendur í tíunda bekk í Austurbæjarskóla munu kynna verkefni sem þeir hafa unnið í tengslum við 12. og 13. grein Barnasáttmálans, sem lúta að tjáningarfrelsi og réttinum til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif.

Barnaheilla þakka kærlega þeim fjölmörgu styrktar - og samstarfsaðilum sem hafa komið að verkefninu og gert það að veruleika. Í kynningarmyndbandi sem Hvíta húsið vann fyrir heyrumst.is er notað lag hljómsveitarinnar Pascal Pinon. Hljómsveitin sem vakti mikla athygli á Airwaves í ár gaf leyfi sitt til að nota lagið sem er það fyrsta sem þær sömdu á ferlinum. Myndbandið sjálft er innblásið af tónlistarmyndbandi Japönsku hljómsveitarinnar Sour. Masashi Kawamura einn af leikstjórum myndbandsins gaf góðfúslega leyfi til að nota aðferðina sem notuð er i tónlistarmyndbandinu þegar haft var samband við hann.

Þakkir til:

 

FélagsmálaráðuneytiDómsmálaráðuneytiIcelandair Group
Hvíta húsiðIKEAAthygli
HeillavinirPascal PinonSour
Uppte