Barnaheill opna Mannréttindasmiðju í tilefni af Degi mannréttinda barna

Í tilefni af Degi mannréttinda barna, sem haldinn verður þann 20. nóvember, opna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu.

Í tilefni af Degi mannréttinda barna, sem haldinn verður þann 20. nóvember, opna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Mannréttindasmiðju

fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu.

Lógó minna

Allir leik-, grunn- og framhaldsskólar hafa fengið send bréf með boði um þátttöku kennara og nemenda.

Þátttaka skóla felst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna. Þetta árið er lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku,

að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Yfirskrift Mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna og eru nemendur hvattir til að láta raddir sínar heyrast í verkefnum sínum.

Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum.

Sköpunarverk verða til sýnis í FJÁRSJÓÐSKISTU sem opnuð verður á vefsvæði síðunnar Dagur mannréttinda barna þann 20. nóvember.

 

 

  Fjarsjodskistan 2017  700

 

DMB samstarfsverkefni logo