Barnaheill ? Save the Children á Íslandi ganga til samstarfs við Skapalón vefstofu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gengið til samstarfs við Skapalón vefstofu um vefsíður samtakanna. Skapalón verður bakhjarl samtakanna næstu þrjú árin.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gengið til samstarfs við Skapalón vefstofu um vefsíður samtakanna. Skapalón verður bakhjarl samtakanna næstu þrjú árin.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka fjórar vefsíður; barnaheill.is, verndumborn.is, heyrumst.is og gleðigjafir.is. Skapalón hefur nú tekið yfir umsjón með þessum síðum auk þess að endurhanna þær að hluta til. 

Skapalón vefstofa er opið fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á gerð framúrskarandi vefsíðna og veflausna. Með opnu fyrirtæki er vísað í að Skapalón einskorðar sig ekki við eigin lausnir, þekkingu eða áherslur heldur vinnur með fjölda annarra fyrirtækja og lausna sem eiga það sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði.

Það er von Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að með þessu samstarfi geti samtökin enn betur sinnt málefnum barna og upplýsingagjöf.