Barnaheill ? Save the Children hefja neyðarsöfnun í dag til að mæta aukinni hungursneyð í Vestur-Afríku

Nær 18 milljónir manna standa frammi fyrir alvarlegum matarskorti í Vestur-Afríku. Barnaheill - Save the Children hafa þegar aukið umfang neyðaraðstoðar sinnar á Sahel-svæðinu en samtökin vantar nær 40 milljónir Bandaríkjadala til að geta innt af hendi starf sitt og hjálpað 1,5 milljón manna, þar af nær einni milljón barna, sem þurfa mest á hjálp að halda.

Nær 18 milljónir manna standa frammi fyrir alvarlegum matarskorti í Vestur-Afríku. Barnaheill - Save the Children hafa þegar aukið umfang neyðaraðstoðar sinnar á Sahel-svæðinu en samtökin vantar nær 40 milljónir Bandaríkjadala til að geta innt af hendi starf sitt og hjálpað 1,5 milljón manna, þar af nær einni milljón barna, sem þurfa mest á hjálp að halda.

Fjármagnið, sem samtökin safna, mun renna til lífsnauðsynlegra þátta á borð við næringu, heilsuvernd og tryggum aðgangi að matvælum fyrir berskjölduðustu fjölskyldurnar í Burkina Faso, Níger, Malí og Máritaníu.

„Ástandið á Sahel-svæðinu er nú þegar orðið skelfilegt. Í löndum eins og Níger, berjast fjölskyldur við að halda lífi á nánast engu og börnin fara ekki varhluta af því,“ segir Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Ef ekki kemur til aukinn stuðningur alþjóðasamfélagsins, mun ástandið fara versnandi. „Við verðum að bregðast við núna því allur dráttur á aðstoð getur kostað fleiri börn lífið. Við vitum að við getum bjargað þessum börnum, fáum við tækifæri til þess.

“Barnaheill – Save the Children hafa miklar áhyggjur af skorti á matvælum á svæðinu sem gerir það að verkum að fátækustu börnin og fjölskyldur þeirra munu ekki lifa árið af án aðstoðar. Á liðnum mánuðum, hafa fjölskyldur á þeim stöðum sem verst hafa orðið úti, orðið að lifa á innan við helmingi þess matarskammts sem þær í raun þurfa. Staðreyndin er sú að ástandið á bara eftir að versna nú þegar þurrkatímabilið er að ganga í garð.

„Fjölskyldur hafa verið að segja fólki okkar á vettvangi frá því í marga mánuði að þau hafi nánast ekkert að borða. Í Níger, segja mæður okkur að þær hafi svo til engan mat fyrir börn sín. Greining Barnaheilla – Save the Children á ástandinu staðfestir áhyggjur okkar; við stöndum frammi fyrir gríðarlegu neyðarástandi,“ segir Björg.

Greining Barnaheilla – Save the Children, sem unnin er í samvinnu við yfirvöld á hverjum stað fyrir sig, Sameinuðu þjóðirnar og önnur hjálparsamtök leiðir í ljós að á ákveðnum svæðum í Márítaníu hafa fátækustu heimilin farið á mis við 80% sinna grunnþarfa í júní og munu einnig gera það í júlí ef ekkert verður að gert. Þessi heimili hafa liðið mikinn skort frá því í janúar á þessu ári. Á einu svæði í mið-Malí, hafa fátækustu fjölskyldurnar innan við 40% þess matar sem þær þurfa til að lifa af næstu