Barnaheill taka þátt í átaki gegn kynbundnu ofbeldi

Barnaheill taka þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember og stendur til 10. desember. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis. Fyrst var efnt til átaksins árið 1991 á alþjóðlega mannréttindadeginum, sem varð fyrir valinu til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.

Af þessu tilefni verður samkoma í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 5. desember kl. 20 þar sem Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, heldur erindi.

 

 

Barnaheill taka þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember og stendur til 10. desember. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis. Fyrst var efnt til átaksins árið 1991 á alþjóðlega mannréttindadeginum, sem varð fyrir valinu til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.

Miðvikudaginn 5. desember kl. 20 verður samkoma í Guðríðarkirkju þar sem Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, heldur erindi sem nefnist „Börn eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þátttöku í vændi og klámi?. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu mun tala um afleiðingar heimilisofbeldis á börn, en samkomustjóri verður séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju.

Boðið verður upp á heitt súkkulað og piparkökuri að loknum erindum og létt spjall. Sjá nánar hér.