Barnaklámið falið í ,,Trójuhesti"

Karlmaður á Bretlandi var á dögunum sýknaður af ákæru um varðveislu barnakláms og leystur úr varðhaldi lögreglu eftir að í ljós kom að tölva hans hafði verið sýkt af tölvuvírusnum „Trójuhestinum" og notuð sem geymslustaður fyrir barnaklám, án þess að hann yrði þess var.

Karlmaður á Bretlandi var á dögunum sýknaður af ákæru um varðveislu barnakláms og leystur úr varðhaldi lögreglu eftir að í ljós kom að tölva hans hafði verið sýkt af tölvuvírusnum „Trójuhestinum" og notuð sem geymslustaður fyrir barnaklám, án þess að hann yrði þess var.

Þetta er annað tilfellið í Bretlandi sem tölvunotandi er hreinsaður af ásökunum um vörslu barnakláms, þar sem vírusinn Trójuhesturinn kemur við sögu. Með vírusnum geta óprúttnir aðilar smitað tölvur hjá grandalausu fólki og þannig notað þær sem geymslustað fyrir barnaklám og annað ólöglegt efni, án þess að tölvueigandinn verði þess áskynja. Yfirvöld í Bretlandi vara tölvunotendur við Trójuhestinum sem getur birst í formi tölvuleikjar, sem mynd eða jafnvel sem Windows-mappa.