Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum

_MG_0185_minni16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst í dag, á alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi. UNIFEM á Íslandi, sem nú er hluti af Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women), stendur fyrir Ljósagöngu af þessu tilefni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í átakinu sem ýtt er úr vör í tuttugasta sinn.

_MG_0185_minni16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst í dag, á alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi. UNIFEM á Íslandi, sem nú er hluti af Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women), stendur fyrir Ljósagöngu af þessu tilefni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í átakinu sem ýtt er úr vör í tuttugasta sinn.

Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins í ár er Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum. Á Íslandi verður lögð áhersla á ábyrgð gerenda í ofbeldismálum. Með Ljósagöngunni er tilgangurinn að vekja athygli á stöðu þeirra milljóna kvenna sem verða fyrir ofbeldi, bæði hér heima og erlendis. Markmiðið er einnig að minna á þá skömm og niðurlægingu sem slíku ofbeldi fylgir þegar ábyrgðin ætti að öllu leyti að hvíla á herðum gerandans. Hægt er að sjá dagskrá átaksins hér.

Í ár verður gengið frá Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu klukkan 19.00, að Sólfarinu við Sæbraut. Áður en gengið verður af stað og eftir að á áfangastað er komið, munu konur af ýmsum þjóðernum lesa ljóð sem tengjast baráttumálum kvenna.

Slökkt verður á friðarsúlunni í dag klukkan 19.45 til að vekja athygli á því myrkri og einangrun sem fórnarlömb kynbundins ofbeldis þurfa að búa við. Með því að tendra ljósið á ný er hnykkt á þeirri von að hægt verði að vinna bug á ofbeldi gegn konum í heiminum og því kynjamisrétti sem því fylgir. Friður mun ekki ríkja fyrr en búið er að uppræta ofbeldi í öllum myndum gegn konum.