Best að vera barn á Íslandi - næstbest að vera móðir

Börn hafa það best á Íslandi en best er að vera móðir í Noregi samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla - Save the Children um stöðu mæðra í heiminum. Mæður hafa það næstbest á Íslandi en verst í Niger. Nýjar rannsóknir sýna að brjóstagjöf gæti komið í veg fyrir dauða milljón barna á ári.

Börn hafa það best á Íslandi en best er að vera móðir í Noregi samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla - Save the Children um stöðu mæðra í heiminum. Mæður hafa það næstbest á Íslandi en verst í Niger. Nýjar rannsóknir sýna að brjóstagjöf gæti komið í veg fyrir dauða milljón barna á ári.

Níger tekur við Afghanistan á neðsta sæti listans frá í fyrra en Ísland færist upp um eitt sæti. Þetta er 13. árið sem skýrslan kemur út. Á eftir Noregi og Íslandi koma Svíþjóð, Nýja Sjáland, Danmörk, Finnland, Ástralía, Belgía, Írland og Holland.

Í skýrslunni eru aðstæður mæðra í 165 löndum bornar saman og fengin út svokölluð mæðravísitala. Hún tekur tillit til ýmissa þátta sem hafa áhrif á líf mæðra, svo sem heilsu, menntun og efnahag. Aðstæður barna eru skoðaðar sérstaklega með tilliti til áhrifavalda á borð við heilsu, menntun og næringu. Ísland er í efsta sæti þess lista. Þá er staða kvenna metin og vermir Ísland 5. sæti listans um stöðu kvenna í heiminum.

Næring og fæða er til sérstakrar skoðunar þegar velferð barna og mæðra er skoðuð. Vannæring er undirliggjandi orsök að minnsta kosti fimmtungs dauðsfalla mæðra og þriðjungs barna í heiminum. Meira en 171 milljón barna þjáist af falinni vannæringu sem hefur varanleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra og gerir þeim ókleift að ná þeim árangri sem þau gætu annars. Staðan verður til umræðu á G8 fundinum sem haldinn verður í Bandaríkjunum 18.-19. maí. Af þeim tíu löndum sem skipa neðstu sæti listans í mæðraskýrslunni, er hungusneið í sjö. Í Niger, sem er á botni listans, ógnar hungursneið lífi milljóna barna og staðan fer versnandi. Í fjórum þeirra landa sem skipa tíu neðstu sætin hafa alvarlegar afleiðingar vannæringar aukist síðustu tvo áratugi og haft varanleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska barna.

Skýrslan sýnir þá ógnvekjandi stöðu sem vannærðar mæður eru í; þær fæða börn sem eru undir ákjósanlegri fæðingarþyngd og hafa ekki fengið nauðsynlega næringu í móðurkviði. Búi móðir við slæma heilsu, fátækt, of mikla vinnu og er illa menntuð, eru líkur á að hún geti ekki gefið barni sínu nægilega næringu sem getur haft varanleg áhrif á barnið. Save the Children bendir á að í löndum sunnan Sahara eru 20% kvenna flokkaðar sem óhóflega grannar og hlutfallið í suðurhluta Asíu fer upp í 35%. Í skýrslunni er lögð áhersla á að besta leiðin til að rjúfa þennan grimma vítahring, og vernda barnshafa