Bolir til styrktar Barnaheillum

Frá örófi alda hafa bændur og búalið markað eyrun á búfénaði sínum með mörkum eins og Biti aftan hægra eða Stig framan vinstra.
Myndlistakonan Magnea Þuríður Ingvarsdóttir hefur sett verk sitt um ,,Mörk" í samhengi við nútímann og aukna umfjöllun um náttúruperlur Íslands í fallegum bolum sem hún er að selja til styrktar Barnaheillum.


Dæmi um áprentun á bolum. Fleiri gerðir eru til eins og Snæfell - Biti, Geldinganes - Tvírifað í stúf, Þingvellir - Alheilt? ofl.

Hægt er kaupa bolina á skrifstofu Barnaheilla.
Bolirnir eru úr 100% bómul og eru til í hvítu, svörtu, ljósbláu og gráu.
Verð 2.200 krónur. Allur ágóði rennur til Barnaheilla.

Barnaheill þakka Magneu Þuríði kærlega fyrir frábært framtak og stuðning við samtökin.

Frá örófi alda hafa bændur og búalið markað eyrun á búfénaði sínum með mörkum eins og Biti aftan hægra eða Stig framan vinstra.
Myndlistakonan Magnea Þuríður Ingvarsdóttir hefur sett verk sitt um ,,Mörk" í samhengi við nútímann og aukna umfjöllun um náttúruperlur Íslands í fallegum bolum sem hún er að selja til styrktar Barnaheillum.


Dæmi um áprentun á bolum. Fleiri gerðir eru til eins og Snæfell - Biti, Geldinganes - Tvírifað í stúf, Þingvellir - Alheilt? ofl.

Hægt er kaupa bolina á skrifstofu Barnaheilla.
Bolirnir eru úr 100% bómul og eru til í hvítu, svörtu, ljósbláu og gráu. 
Verð 2.200 krónur. Allur ágóði rennur til Barnaheilla.

Barnaheill þakka Magneu Þuríði kærlega fyrir frábært framtak og stuðning við samtökin.