Börn á Haítí enn í mikilli hættu

IMG_7RebeccaJanes_589x343_HaitiSex mánuðum eftir jarðskjálftann á Haíti, veita Barnaheill – Save the Children enn þúsundum fórnarlamba aðstoð. Börn eru enn í mikilli hættu og samtökin gera ráð fyrir að langtíma aðstoð þurfi við uppbyggingu, endurhæfingu og fjármögnun.

IMG_7RebeccaJanes_589x343_HaitiSex mánuðum eftir hinn hrikalega jarðskjálfta, sem reið yfir Haítí 12. janúar sl., eru starfsmenn Barnaheilla – Save the Children enn að veita viðkvæmum börnum og fjölskyldum þeirra aðstoð. Samtökin hafa verið með starfsemi í 30 ár á Haítí og gátu því veitt neyðaraðstoð strax eftir jarðskjálftann, svo sem með matvæladreifingu, skýlum og birgðum. Til þessa hafa þau náð til um 682 þúsunda barna og fullorðinna.

„Börn eru alltaf viðkvæmust þegar neyðarástand skapast,“ segir Gary Shaye, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Haítí. „Þó fjölskyldur hafi fengið neyðaraðstoð fyrstu mánuðina eftir skjálftann, þurfti meirihluti þeirra á slíkri aðstoð að halda fyrir náttúruhamfarirnar. Því hefur sú hætta sem steðjar að börnum á Haítí bara aukist. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að tryggja vernd þeirra, heilsu og velferð á meðan á uppbyggingu stendur.“

Hundruð þúsundir barna alls staðar í landinu eiga á hættu að verða fyrir alvarlegum heilsufarsvanda sem tengist því að búa í búðum og við óviðunandi aðstæður, sérstaklega á regn- og fellibyljatíma. Niðurgangur, malaría og aðrir sjúkdómar sem tengjast vatni og hreinlæti valda mjög oft dauða barna í þróunarlöndum og ógna nú lífi barna undir fimm ára aldri á Haítí. Þó gripið hafi verið til gríðarlega umfangsmikilla aðgerða til að draga úr þjáningum strax eftir jarðskjálftann, er ljóst að þau langtíma verkefni sem lúta að uppbyggingu eru rétt að byrja að bera ávöxt. Barnaheill – Save the Children leggja áherslu á að börn verði efst á forgangslista í þeirri vinnu.

Samtökin starfa eftir 5 ára neyðar- og uppbyggingaráætlun sem beitt er á þeim svæðum sem urðu fyrir jarðskjálftanum. Áhersla er lögð á þau svið sem hafa mest áhrif á líf og velferð þúsunda barna; menntun, vernd, heilsa og næring, vatn og hreinlæti, skjól, lífsviðurværi, mataröryggi og –dreifingu sem og birgðir af öðrum toga.

„Þar sem við höfum einsett okkur að uppbyggingin tryggi betra líf en var fyrir skjálftann, verður leiðin löng og ströng. Alþjóðasamfélagið verður að standa við skuldbindingar sínar um langtíma fjármögnun og ábyrgð. Aðeins þannig er hægt að tryggja raunverulega þróun á Haítí,“ segir Gary Shaye. „Í menntaverkefnum Barnaheilla – Save the Children er t.a.m. lögð áhersla á að bygging skóla fylgi gæðaviðmiðum sem tryggja öryggari sk&oacu