Börn í hættu í Libíu

LibaBörn sem dragast inn í pólitísk átök í Líbíu eru í lífshættu, þau geta særst bæði líkamlega og andlega. Barnaheill – Save the Children hafa verulegar áhyggjur af fréttum um börn sem hafa látist í ofbeldisfullum aðgerðum líbískra öryggissveita gegn mótmælendum ríkisstjórnarinnar.

 

Liba
Þúsundir Túnísbúa sem búsettir eru í Libíu flýja nú ástandið þar og snúa aftur til Túnis. Ljósmynd: REUTERS/Yannis Behrakis/alertnet.org.

Börn sem dragast inn í pólitísk átök í Líbíu eru í lífshættu, þau geta særst bæði líkamlega og andlega. Barnaheill – Save the Children hafa verulegar áhyggjur af fréttum um börn sem hafa látist í ofbeldisfullum aðgerðum líbískra öryggissveita gegn mótmælendum ríkisstjórnarinnar. 

Ef marka má fjölmiðla, eru börn á meðal fórnarlamba í hræringum liðinna daga og tugir þúsunda barna gætu þurft að fara á vergang ef átök á milli öryggissveita og mótmælenda ríkisstjórnarinnar harðna enn. „Fréttir, sem herma að börn séu á meðal látinna í Líbíu, eru mikið áhyggjuefni og sýna vel þá hættu sem þeim er búin á slíkum óvissutímum,“ segir El Khidir Daloum, framkvæmdastjóri málefna Austurlanda nær hjá Barnaheillum – Save the Children í Bretlandi. „Á þessum erfiðleikatímum verða allir að leggjast á eitt við að tryggja að börn dragist ekki inn í átökin og séu ekki í hættu.“

Að minnsta kosti 300 manns hafa þegar látist og þúsundir slasast í landinu og þar sem hvorugur deiluaðila sýnir nokkur merki um uppgjöf, má búast við að látnum fjölgi enn. Sjónarvottar hafa sagt fjölmiðlum að börn hafi verið drepin í átökum í borginni Benghazi.

Barnaheill – Save the Children hafa sent neyðarteymi á svæðið til að undirbúa móttöku mögulegra flóttamanna til nágrannalandanna. Samtökin vara við því að ef þúsundir fjölskyldna verði að flýja heimili sín vegna átakanna, verði áhrif þess á börnin harkaleg. Börn á vergangi eru í alvarlegri hættu. Þau geta m.a. orðið aðskilin frá fjölskyldum sínum, lent í vinnuþrælkun auk þess sem þau verða af menntun. Börn eru einnig viðkvæm fyrir alvarlegum sálrænum vanda sem á upptök sín í því áfalli að vera tilneydd til að yfirgefa heimili sitt.

„Nú þegar hafa mörg libísk börn orðið fyrir djúpstæðum áföllum af völdum ástandsins,“ segir El Khidir Daloum. „Ef ekki fæst niðurstaða fljótt, gætu þúsundir skelkaðra barna til viðbótar dregist inn í stigvaxandi og hættulegar kringumstæður með mögulega banvænum afleiðingum.“

Barnaheill – Save the Children hvetja alla hlutaðeigandi &iac