Dagur mannréttinda barna

Í vor var samþykkt á Alþingi að helga afmælisdag barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember ár hvert, fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheillum - Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins og hafa samtökin sett upp vefsvæði helgað þessari fræðslu.

Dagur mannréttinda barna 500x322Í vor var samþykkt á Alþingi að helga afmælisdag barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember ár hvert, fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheillum - Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins og hafa samtökin í samvinnu við ráðuneytin sett upp vefsvæði helgað þessari fræðslu.

Þar má finna ýmsar upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem skólar geta nýtt sér  í tilefni dagsins.  Efninu hefur verið skipt upp í efni fyrir leikskóla, fyrir grunnskóla og fyrir framhaldsskóla. Grunnskólaefninu hefur auk þess verið skipt upp í yngsta stig, miðstig og unglingastig.  Inni á svæðinu verða einnig tenglar á stutt myndbönd þar sem börn tala um mannréttindi sín.  Við hvetjum kennara til að sýna myndböndin á deginum sjálfum.

Þar sem 20. nóvember ber nú upp á sunnudegi, eru leik-, grunn- og framhaldsskólar hvattir til að helga föstudaginn 18. nóvember mannréttindum barna.

Á samfélagsmiðlum gengur fræðsluátakið undir myllumerkinu #dagurmannrettindabarna.

Bestu óskir um gott gengi og góða skemmtun á Degi mannréttinda barna.