Dauðsföllum í Jemen fjölgar og sjúkrahúsum lokað vegna Covid-19

Börn í Jemen fengu úthlutuð námsgögn frá Save the Children
Börn í Jemen fengu úthlutuð námsgögn frá Save the Children

 

Í Aden, Jemen, hafa 385 manns, með dæmigerð Covid-19 einkenni, látist síðastliðna viku. Það gerir yfir 50 dauðsföll á dag sem er fimmföldun frá tölum sem birtust þann 7. maí.

Á sama tíma og dauðsföllum fjölgar hefur fjölda sjúkrahúsa í Aden verið lokað þar sem heilbrigðisstarfsmenn neita að mæta til vinnu vegna skorts á viðunandi hlífðarbúnaði.

Flestir spítalar í Aden hafa lokað fyrir almennar heimsóknir. Tveir stærstu spítalar borgarinnar eru þó opnir almenningi en veita einungis neyðarþjónustu og meðhöndla aðeins sjúklinga sem hafa hita eða konur sem þurfa á brýnni kvensjúkdóma- eða fæðingarþjónustu að halda. Sjúklingar sem sýna önnur einkenni á borð við einkenni í öndunarfærum fá ekki meðhöndlun.

Mohammed Alshamaa, verkefnastjóri Barnaheilla - Save the Children í Jemen, segir ástandið vera mjög slæmt.,,Teymi okkar á vettvangi er vitni að því hvernig fólk, með alvarleg einkenni í öndunarfærum, er sent burt frá sjúkrahúsum án þess að fá meðhöndlun. Fólk er að deyja vegna þess að það getur ekki fengið meðferð sem myndi bjarga lífi þeirra. Sjúklingar fara á milli sjúkrahúsa í von um að fá læknisskoðun. Við höfum heyrt um fjölskyldur sem hafa misst tvo eða þrjá ástvini undanfarnar vikur. Þetta eru allt merki um að heimsfaraldurinn sé að ná fótfestu í landinu. Þær heilsugæslustöðvar sem við erum að styðja hér í Jemen eru að gera allt sem þær geta til þess að vera tilbúnar fyrir það sem koma skal, en við þurfum verndarbúnað, rúm og öndunarvélar." 

Aden stendur nú ekki einungis frammi fyrir ógnvænlegum heimsfaraldri heldur eru aðrir banvænir sjúkdómar á borð við beinbrunasótt og malaríu að draga börn og fjölskyldur þeirra til dauða. Þann 13. maí voru opinberar tölur Covid-19 smita í Aden aðeins 413 og 5 dauðsföll staðfest. Í öllu landinu eru þó aðeins fjórar rannsóknarstofur sem hafa getu til þess að greina Covid-19 smit og þann 2. maí höfðu einungis 2004 sýnatökupróf verið tekin. Vegna fárra sýnitökuprófa áætla Save the Children að raunverulegar tölur smita séu mun hærri en opinberar tölur segja um og að það sé brýn nauðsyn að auka aðgengi fólks að sýnitöku til að

Í Jemen eru samtals 500 öndunarvélar og 520 gjörgæslurúm. Barnaheill - Save the Children styðja fjórar svokallaðar einangrunardeildir og 75 heilsugæslustöðvar úti um allt land þar sem vakin er athygli á forvörnum gegn kórónaveirunni. Innviðir í Jemen eru ekki í stakk búnir til þess að takast á við heimsfaraldurinn en áður en kórónaveiran fór að láta á sér bera í landinu var tæpur helmingur sjúkrahúsa í landinu starfræktur.

Xavier Joubert, framkvæmdarstjóri Barnaheilla - Save the Children í Jemen, hefur miklar áhyggjur af ástandinu. ,,Heimsfaraldurinn er að gera ástandið í landinu enn verra. Aukning dauðsfalla í Aden bendir til þess að veiran sé að dreifast mun hraðar en menn gera sér grein fyrir. Sjúkrahúsum er lokað og sjúklingum vikið frá. Stríðsaðilum hefur mistekist að koma á vopnahléi og fólk er að láta lífið vegna þess. Ofbeldið þarf að stöðva svo að börn og fjölskyldur þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og hjálparsamtök geti einbeitt sér að því að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Það er áríðandi að auka sýnatöku og útvega viðeigandi hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Ef læknar treysta sér ekki til að vinna vinnuna sína vegna skorts á hlífðarbúnaði og sjúklingum er vikið frá, munu vannærð börn og aðrir viðkvæmir sjúklingar bera þungann af ástandinu.”

 

Distribution of learning kits in Beirut/Mount Lebanon

 

 STYRKTU NEYÐARAÐSTIÐ VEGNA COVID-19 HÉR