Ég fékk ekki að elska pabba minn

Ég kallaði hann stundum Blóða. Stundum skírnarnafninu hans. En ekki pabba. Það orð var eignað öðrum manni. Ég þekkti ekki Blóða, hafði ekki umgengnist hann frá því ég var lítið barn og ég skildi ekki af hverju fólki fannst skrýtið að ég hefði ekki þörf fyrir að þekkja hann eða umgangast. Í mínum huga stóð hann fyrir flestum þeim löstum og ókostum sem geta prýtt einn mann. 

shutterstock_62925133 - einangrun - fátækt - minniÉg kallaði hann stundum Blóða. Stundum skírnarnafninu hans. En ekki pabba. Það orð var eignað öðrum manni. Ég þekkti ekki Blóða, hafði ekki umgengnist hann frá því ég var lítið barn og ég skildi ekki af hverju fólki fannst skrýtið að ég hefði ekki þörf fyrir að þekkja hann eða umgangast. Í mínum huga stóð hann fyrir flestum þeim löstum og ókostum sem geta prýtt einn mann. Hann hafði svikið mömmu, komið illa fram og hann drakk og ég hafði engan áhuga á að þekkja þannig manneskju. Enda eignaðist ég svo annan pabba svo ég þurfti ekki á honum að halda. Ég bar eftirnafn nýja pabbans og var stolt af því að hann væri ekki jafn gallaður. Einu sinni þegar ég var unglingur var sagt við mig að ég væri lík pabba mínum. Mér fannst gott að heyra það, því það gerði fjarlægðina við Blóða meiri.

Blóði var ekki ræddur á heimilinu að frumkvæði heimilisfólksins. Ef einhver utanaðkomandi nefndi hann á nafn fylgdi því yfirleitt spennuþrungin þögn eða neikvæð ummæli. Og í þau skipti sem hann hringdi í mömmu til að fá fréttir af mér, þá hringdi hann ekki á réttum tíma. Hann sagði alltaf eitthvað vitlaust og hann var örugglega drukkinn. Ég heyrði hana lýsa þessum símtölum fyrir vinkonum sínum og ég er nokkuð viss um að hún áttaði sig ekki á að ég heyrði. En börn heyra og börn skynja. Og þarna, þegar hún hélt að ég heyrði ekki, upplifði ég svo sterkt hvað hún var reið út í hann, hörkuna gagnvart honum og hvað henni fannst hann ómögulegur. Það hafði mikil áhrif á mig.

Í þau skipti sem mamma deildi með mér sögum af þessum manni, var það litað af hennar afstöðu gagnvart honum. Hvað hann var ólánsamur og hversu illa hann hafði farið með líf sitt. Hún sagði mér líka að hann hefði kosti, og suma hefði ég erft. Og innst inni var hann líka góður maður. En það var þetta slæma sem fékk meira vægi. Miklu meira vægi. Eftir að ég varð unglingur á mótþróaskeiði og hætti ég að láta eins mikið að stjórn mömmu fékk ég oftar að heyra að ég hefði erft gallana hans. Og seinna var ég jafnvel geðveik eins og hann. Ég bara gat ekkert að því gert.

Og þannig er ég alin upp. Í mjög neikvæðu andrúmslofti gagnvart pabba mínum. Dropinn holar harðan stein og eftir því sem tíminn leið varð ég ákveðnari í að hafa ekkert með hann að gera.

En hann kom oft upp í huga mér. Ég man &iacu