Eineltið eyðilagði mig

,,Þetta byrjaði fyrst þegar ég var 8-9 ára með uppnefninu Rauðskalli Brennivínsson. Ég þótti svolítið skrýtinn, rauðhærður og hafði ekki áhuga á fótbolta sem olli dálítilli einangrun, því það var ætlast til að allir strákar hefðu áhuga á fótbolta,” segir Jón Gnarr, borgarstjóri, um erfiða reynslu sína af einelti í grunnskóla.

Jo´n Gnarr,,Þetta byrjaði fyrst þegar ég var 8-9 ára með uppnefninu Rauðskalli Brennivínsson. Ég þótti svolítið skrýtinn, rauðhærður og hafði ekki áhuga á fótbolta sem olli dálítilli einangrun, því það var ætlast til að allir strákar hefðu áhuga á fótbolta,” segir Jón Gnarr, borgarstjóri, um erfiða reynslu sína af einelti í grunnskóla.

Jón var ekki mikill námsmaður, og á fullorðinsárum kom í ljós að hann er ofvirkur. Þegar hann fór í Réttó sem unglingur var hann settur í tossabekk og þá byrjaði eineltið fyrir alvöru; „Eiginlega alveg frá fyrsta degi. Ég var kallaður Ljóti; … Hey Ljóti, ertu pönkari. Hey Ljóti, af hverju ertu svona ljótur. Svo urðu þetta pústrar og hrindingar og alls kyns áreiti. Það voru alltaf eldri strákar sem stóðu fyrir þessu, en ég man aldrei eftir að stelpa hafi tekið þátt í eineltinu gagnvart mér.“

„Dótið var tekið úr skólatöskunni minni og hent í klósettið og svo stigmagnaðist eineltið í meira líkamlegt ofbeldi. Ég var ky?ldur aftan frá, felldur eða fótunum sópað undan mér til að hræða mig. Markmiðið var að hræða mig; Farðu að grenja, sögðu þeir, og svo var sparkað, ég ky?ldur í magann eða snjó troðið inn um hálsmálið hjá mér og ég vissi aldrei hvenær ég ætti von á árás.“ Þetta var erfið staða og skapaði mikið óöryggi, en Jón gerði yfirleitt ekkert á móti annað en að biðja um frið; „Ég spurði stundum hvað ég hefði gert þeim; þú ert bara ljótur, var svarið. þú ert heimskur. Ljótur. Af hverju ertu svona heimskur? Ertu svo heimskur að þú veist ekki af hverju þú ert svona ljótur? – Ég man þessa díalóga enn greinilega.“

Þann tíma sem eineltið var sem verst gat Jón ekki rætt ofbeldið við foreldra sína. Hann hafði sagt mömmu sinni að það væru leiðinlegir strákar í skólanum en vildi ekki íþyngja henni með því að blanda henni frekar í málið. En þegar hann sagði vini sínum frá var hann hvattur til að svara á móti. Þá versnaði ofbeldið hins vegar og varð harkalegra. „Þá var ég laminn af hópi stráka. Ég lenti í niðurlægjandi hlutum og ég þorði til dæmis ekki á klósettið í frímínútum því ég var gjarnan tekinn fyrir þar. Þetta hafði svo djúpstæð sálræn áhrif á mig, að upp úr þessu fór ég að eiga í erfiðleikum með að pissa. … og þetta varð til þess að ég þor&