Einmanaleiki og sjálfsskaðandi hegðun ungs fólks

Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum hópsins verður meðal annars fjallað um nýjustu rannsóknir sem sýna aukna einmanakennd meðal íslenskra ungmenna og hvernig það tengist sjálfsskaðandi hegðun fólks. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 8. mars.

N8mars17 copyÁ næsta morgunverðarfundi Náum áttum hópsins verður meðal annars fjallað um nýjustu rannsóknir sem sýna aukna einmanakennd meðal íslenskra ungmenna og hvernig það tengist sjálfsskaðandi hegðun fólks. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 8. mars.

Dagskrá fundarins:

  • Andleg líðan ungmenna á framhaldsskólaaldri - Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík
  • Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum - Bóas Valdórsson, sálfræðingur
  • Hvernig líður ungum Íslendingum - Staðan eftir 18 ára aldur? - Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.

Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Skráning fer fram á heimasíðu N8 hópsins  www.naumattum.is.