Enginn skóli fyrir börnin á Gaza

Á sama tíma og börn víðs vegar um heim eru að hefja nýtt skólaár, bíða börnin á Gaza í óvissu um hvenær þau geti notið réttar síns til menntunar að nýju. Skólar áttu að hefjast sunnudaginn 24. ágúst, en skólastarfi hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan átökin standa yfir.

Gaza Rayan - Anas Baba-StCÁ sama tíma og börn víðs vegar um heim eru að hefja nýtt skólaár, bíða börnin á Gaza í óvissu um hvenær þau geti notið réttar síns til menntunar að nýju. Skólar áttu að hefjast sunnudaginn 24. ágúst, en skólastarfi hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan átökin standa yfir.

Á síðustu sex vikum hafa meira en 200 skólabyggingar verið skemmdar eða eyðilagðar og margir þeirra skóla sem enn standa gegna nú hlutverki íverustaðar fyrir þær þúsundir sem hafa misst heimili sín.

Fyrir utan skort á skólahúsnæði er of hættulegt fyrir börn að fara út. Á miðvikudaginn voru tveir ungir nemendur drepnir þar sem þeir voru á leið til að skrá sig í skóla fyrir veturinn.

Næstum hálf milljón skólabarna sem búa á Gaza munu því ekki eiga möguleika á því að hefja skólaárið aftur á sunnudag. Þessi seinkun – sem gæti dregist mánuðum saman ef ekki kemst á friður – mun hafa afar slæmar afleiðingar fyrir menntun barnanna og andlega heilsu.

,,Jafnvel áður en átökin hófust á Gaza fyrr í sumar voru stoðir skólakerfisins viðkvæmar, kenna þurfti í hollum vegna skorts á skólastofum og nú er menntun alfarið haldið frá börnunum,” segir David Hassel hjá Barnaheillum – Save the Children á Gaza.

,,Börnin sem við vinnum með á Gaza vilja læra. Þau vilja verða læknar, kennarar og lögfræðingar. Að neita þeim um rétt sinn og tækifæri til menntunar - sem börn um allan heiminn hafa til að læra og þroskast – er ömurlegt og hefur mjög slæm áhrif á þau. Barnaheill – Save the Children kalla eftir því hjá báðum deiluaðilum, að hætta árásum á skóla og knýja á um að friðarsamkomulag náist sem allra fyrst, svo börn geti snúið aftur í skóla eins fljótt og auðið er.”

Meira en 450 börn hafa verið drepin í átökunum síðustu vikur og hundruð þúsunda munu þjást vegna átakanna um ókomin ár. Innviðir samfélagsins eru að miklu leyti í molum, vatns- og fráveitukerfi eru óvirk og hætta á alvarlegum heilsufarsvandamálum. Börn hafa enga eðlilega upplifun af samfélaginu og áframhaldandi ofbeldi mun aðeins auka á þjáningar þeirra og ótta.

Auk þess að kalla eftir varanlegu vopnahléi, þrýsta Barnaheill – Save the Children á um að ofbeldinu linni. Það hefur orsakað gífurlegar þjáningar hjá börnum og fjölskyldum, bæði palestínskum og í