?Er þetta í lagi??

picture_072.jpgÞann 12. mars sl.héldu Barnaheill vel sótt málþing um menntun og frið í samstarfi við Snælandsskóla, Háskóla Íslands og Alþjóðahús. Með málþinginu vildu Barnaheill vekja athygli stjórnvalda og almennings á því að menntun er lykillinn að framþróun og friði í heiminum. (Sjá nánari dagskrá hér)

Þann 12. mars sl.héldu Barnaheill vel sótt málþing um menntun og frið í samstarfi við Snælandsskóla, Háskóla Íslands og Alþjóðahús. Með málþinginu vildu Barnaheill vekja athygli stjórnvalda og almennings á því að menntun er lykillinn að framþróun og friði í heiminum. 

Mikla athygli vakti flutningur nemenda 8. bekkja Snælandsskóla á verkefnum sínum. Þeir höfðu kynnt sér aðstæður barna í nokkrum stríðshrjáðum löndum og báru saman við aðstæður barna á Íslandi. Verkefnin voru í formi leikrita, stuttmynda og tónlistaratriðis og vörpuðu nemendurnir fram í verkefnum sínum spurningum eins o:Er þetta í lagi? Viljum við hafa þetta svona ? Hvernig væri að breyta þessu ? Hvernig getum við breytt þessu?  

Ungmennin bentu á að við höfum það svo gott hér á Íslandi og að allir geti lagt sitt af mörkum til að bæta aðstæður barna í stríðshrjáðum löndum. Þau bentu einnig á að mikilvægt sé að standa við þau ákvæði sem koma fram fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að allir eigi rétt á menntun. Við erum öll börn heimsins sögðu nemendur 8. bekkjar Snælandsskóla og fundu greinilega til samkenndar með jafnöldrum sínum í stríðshrjáðu löndum heimsins.

Í erindum og umræðum á málþinginu kom fram hversu mikilvægt sé að vekja athygli stjórnvalda og almennings á ástandinu í menntunarmálum í stríðshrjáðum löndum og fá til þess aukið fjármagn. Loforð hafi verið gefin í alþjóðasamningum og til sé nægt fjármagn. Málið snúist um forgangsröðun, þar sem aðeins þarf lítið brot af því fjármagni sem fer í vopnaframleiðslu og vopnasölu á ári hverju um allan heim til að veita öllum börnum grunnmenntun. Gróflega er brotið á rétti barna til menntunar þar sem 72 milljónir barna í heiminum njóta hennar ekki. Þar af búa um 36 milljónir í stríðshrjáðum löndum.

Jafnframt kom fram í umræðunni að sjónarmið ungmenna í málum sem þessum eru mjög mikilvæg og því ættu allir nemendur í íslenskum skólum að eiga kost á að vinna slík verkefni og að fá friðarfræðslu. Nemendur 8. bekkja Snælandsskóla sögðu að þau hefðu lært mikið af þessu verkefni og hefðu ekki gert sér grein fyrir því áður, að ástandið í þessum málum væri eins slæmt og það í raun er.

Alþjóðasamtök Barnaheill, Save the Children leggja áherslu á að ríkar þjóðir auki framlög sín til menntunar í stríðshrjáðum löndum svo öll börn njóti grunnmenntunar fyrir árið 2015, eins og þúsaldarm