Eru börn í framhaldsskólum?

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins fjallar um ábyrgð foreldra og skóla á velferð barna. Hann verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl klukkan 8:15-10:00.

N8april2016Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins fjallar um ábyrgð foreldra og skóla á velferð barna. Hann verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl klukkan 8:15-10:00.

Frummælendur eru:

Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu - Ábyrgð foreldra - af hverju?

Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands - Samverustundir og viðhorf til áhættuhegðunar, könnun meðal foreldra/forráðamanna ólögráða framhaldsskólanema

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands - Hlutverk framhaldsskóla í forvörnum.

Fundarstjóri er Rafn Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.

Skráning fer fram á heimasíðu Náum áttum hópsins.