Fátækt barna. Hver getur haft áhrif?

Barnaheill er hluti af fræðslu- og forvarnahópnum Náum áttum sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. 

Fátækt barna verður umræðuefnið á næsta fundi Náum áttum-hópsins sem verður haldinn rafrænt miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi.

Barnaheill verða með tvö erindi á fundinum en Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri mun greina frá nýrri skýrslu um fátækt barna og Matthías Freyr Matthíasson verkefnastjóri mun fjalla um Hjólasöfnunina.

Skráning á fundinn fer fram í gegnum heimasíðu Náum áttum.