Fátækt: Barnabætur verði auknar og lágmarksframfærsluviðmið skilgreint

Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar kemur fram að tæplega 2% Íslendinga og 3% barna, eða 6.200 manns, búi við sára fátækt. Vaktin vill að barnabætur verði auknar um fjóra milljarða á ári og lágmarksframfærsluviðmið verði skilgreind. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum á sæti í Velferðarvaktinni. Hún segir að fleiri börn en fullorðnir búi við sára fátækt á Íslandi. Þau njóti ekki þeirra lífsgæða sem séu ásættanleg og þau eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmálanum sem Ísland hefur lögfest.

Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar kemur fram að tæplega 2% Íslendinga og 3% barna, eða 6.200 manns, búi við sára fátækt. Vaktin vill að barnabætur verði auknar um fjóra milljarða á ári og lágmarksframfærsluviðmið verði skilgreind. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum á sæti í Velferðarvaktinni. Hún segir að fleiri börn en fullorðnir búi við sára fátækt á Íslandi. Þau njóti ekki þeirra lífsgæða sem séu ásættanleg og þau eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmálanum sem Ísland hefur lögfest.

Í skýrslunni kemur fram að rúm níu prósent landsmanna séu undir lágtekjumörkum og með minna en 170.000 króna ráðstöfunartekjur á mánuði. Næstum helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði. Þriðjungur er einhleypur og 27% einstæðir foreldrar.

Í frétt RUV um málið í gær sagði Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, að nauðsynlegt væri að hafa barnabætur ótekjutengdar eins og gert sé á Norðurlöndum. Barnatrygginar þurfi fyrir þá sem standi veikast, dregið verði úr húsnæðiskostnaði efnalítilla og læknisþjónusta og önnur grunnþjónusta verði ókeypis fyrir börn. Þá verði ákveðinn málsvari fenginn fyrir þá sem hafi glímt lengi við fátækt og félagasamtök fái aukið hlutverk í aðstoð við fátæka. Í raun sé verið að tala um kerfisbreytingar sem þurfi mikla vinnu.

Margrét situr einnig í Evrópuhóp Barnaheilla - Save the Children um fátækt þar sem nú er í gangi mikil vinna vegna fátæktar í álfunni. Hún segir að aðstæður barna á Íslandi sem búi við þessar aðstæður séu gjarnan óviðunandi húsnæðiskostur og þröngbýli. Börnin þurfi jafnan að flytja oft á milli húsnæðis vegna fjárhagserfiðleika fjölskyldunnar:

,,Þetta eru börn sem geta ekki sinnt tómstundum og öðrum áhugamálum, sem við teljum eðlilegt að börn sinni. Og þó skólaganga sé gjaldfrjáls, þá kostar margt í sambandi við skóla.”

Ekkert barn eigi að þurfa að búa við fátækt á Íslandi og í raun sé vilji allt sem þurfi. Mikilvægt sé að öll börn njóti gjaldfrjálsrar læknisþjónustu svo þau búi ekki við mismunun vegna efnahags foreldra þeirra. Öll börn eigi að njóta menntunar og hafa sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast og standa jafnfætis öðrum.

,,Auðvitað geta fullorð