Fátækt barna er vanræksla stjórnvalda

Um áratugaskeið hefur alþjóðsamfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að uppræta fátækt og auka jöfnuð. Evrópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að að minnsta kosti 20 milljónum barna í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% barna verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2030 og ójöfnuður minnkaður.

MJR_500xUm áratugaskeið hefur alþjóðsamfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að uppræta fátækt og auka jöfnuð. Evrópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að að minnsta kosti 20 milljónum barna í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% barna verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2030 og ójöfnuður minnkaður.

Það er sátt meðal þjóða heims um að fátækt og ójöfnuður séu óásættanleg. Sífellt þarf þó að setja ný markmið þegar sýnt er að þeim eldri verður ekki náð. Það er ekki síst vegna þess að áætlanir stjórnvalda og skattkerfi ganga oft þvert á þessar samþykktir sem ríkin hafa þó skuldbundið sig til að framfylgja.

Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla - Save the Children sem gefin var út í lok árs 2016, eiga enn um 28% barna í Evrópu á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru rúmlega 25 milljónir barna. Ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt og lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni.

Meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem hefur aukist í Evrópu. Um 10% heimila í Evrópu eiga 50% eigna. Velmegun er í boði fyrir sífellt færri. Færri fjölskyldur hafa möguleika á að veita börnum sínum gott líf. Afleiðingar efnahagskreppunnar á laun og kjör eru meðal annars þær að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekki trygging fyrir lífi án fátæktar. Stöðugur niðurskurður varð á framlögum til menntunar frá upphafi kreppu í öllum Evrópulöndum. Þau börn sem eru hve verst stödd verða enn frekar út undan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og framtíðarhorfur og þau standa höllum fæti.

Algjörlega óásættanlegt
Þrátt fyrir að á Íslandi sé jöfnuður hve mestur í Evrópu, eiga um 11% fullorðinna og 14% barna hér á landi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru meira en 10.000 börn.