Fellibylur í Bangladesh

Þann 14. nóvember skall fellibylur á suðurströnd Bangladesh með þeim með þeim afleiðingum að 3000 manns létu lífið og hundruð þúsunda heimila og þúsundir skóla eyðilögðust.  Tugir þúsunda þeirra sem lifðu af fellibylinn í Bangladesh, þar af fjöldi barna, eru í mikilli neyð og þurfa mikla hjálp. Alþjóðasamtök Barnheilla - Save the Children sinna neyðaraðstoð á svæðinu.

Viku síðar höfðu Barnaheill- Save the Children útvegað 90.000 manns, þar af tugþúsundum barna, ýmsar lífsnauðsynjar s.s. hreint vatn og mat. Enn eru samt tugþúsundir í mikilli neyð.

Fellibylurinn nú var af sama styrkleika og fellibylur sem skall  á landinu árið 1991 og varð 140.000 manns að bana. Kelly Stevenson, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bangladesh segir að neyðaraðstoðin nú hafi komið í veg fyrir að verr hafi farið og hafi bjargað  þúsundum mannslífa. Samt sem áður er neyðin mikil hjá þúsundum  fjölskyldna. Ef ekki verður hægt að sjá þeim fyrir öruggu skjóli, fæði og hreinu vatni er hætta á að tala látinna fari hækkandi. Það þarf að hafa hraðann á. Margar fjölskyldur hafa misst allt, bæði heimili og lífviðurværi, því akrar þeirra eru umflotnir vatni. Fólk berst fyrir lífi sínu". segir Stevenson og biður um fjárhagslegan stuðning. ,,Hætta er á að Kólera og alvarleg niðurgagnapest breiðist út, vegna skorts á hreinu vatni". A.m.k. tvö börn hafa dáið vegna niðurgangspestar frá því að fellibylurinn reið yfir.

Alþjóðasamtök Barnaheilla áætla að 50% til 90% af hrísgrjónauppskerunni sé eyðilögð, og gæti það stuðlað að fæðuskorti hjá allt að þremur milljónum manna næstu 6 mánuðina.

 Barnaheill - Save the Children voru ein fárra hjálparsamtaka sem brugðust við í kjölfar fellibylsins og fóru til afskekktra staða á láglendi, sem enn voru umflotin vatni frá því í flóðum í sumar. En þá fóru um 2/ 3 hlutar landsins undir vatns. Samtökin hafa hafið dreifingu á lífsnauðsynjum; mat, ábreiðum ílátum fyrir vatn, lyfjum vegna niðurgangspestar, teppum og 100.000 vatnshreinsitöflum. Alþjóðasamtök Barnaheilla eru í samvinnu við þarlend stjórnvöld um að flytja fólk af svæðinu þar sem þörf er á.  Margar fjölskyldur hafa misst allt og hætta er á að farsóttir breiðist út segir Kelly Stevenson, framkvæmdasjóri Barnaheilla í Bangladesh.

 Alþjóðasamtök Barnaheilla hafa verið við störf Í Bangladesh frá árinu 1972 og hafa á undanförnum árum unnið náið með þarlendum stjórmvöldum og heimamaönnum í að vernda strandsvæði gegn fellibyljum. Hluti af þeirri áætlun eru  neyðaræfingar sem samtöki

Þann 14. nóvember skall fellibylur á suðurströnd Bangladesh með þeim með þeim afleiðingum að 3000 manns létu lífið og hundruð þúsunda heimila og þúsundir skóla eyðilögðust.  Tugir þúsunda þeirra sem lifðu af fellibylinn í Bangladesh, þar af fjöldi barna, eru í mikilli neyð og þurfa mikla hjálp. Alþjóðasamtök Barnheilla - Save the Children sinna neyðaraðstoð á svæðinu.

Viku síðar höfðu Barnaheill- Save the Children útvegað 90.000 manns, þar af tugþúsundum barna, ýmsar lífsnauðsynjar s.s. hreint vatn og mat. Enn eru samt tugþúsundir í mikilli neyð.

Fellibylurinn nú var af sama styrkleika og fellibylur sem skall  á landinu árið 1991 og varð 140.000 manns að bana. Kelly Stevenson, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bangladesh segir að neyðaraðstoðin nú hafi komið í veg fyrir að verr hafi farið og hafi bjargað  þúsundum mannslífa. Samt sem áður er neyðin mikil hjá þúsundum  fjölskyldna. Ef ekki verður hægt að sjá þeim fyrir öruggu skjóli, fæði og hreinu vatni er hætta á að tala látinna fari hækkandi. Það þarf að hafa hraðann á. Margar fjölskyldur hafa misst allt, bæði heimili og lífviðurværi, því akrar þeirra eru umflotnir vatni. Fólk berst fyrir lífi sínu". segir Stevenson og biður um fjárhagslegan stuðning. ,,Hætta er á að Kólera og alvarleg niðurgagnapest breiðist út, vegna skorts á hreinu vatni". A.m.k. tvö börn hafa dáið vegna niðurgangspestar frá því að fellibylurinn reið yfir.

Alþjóðasamtök Barnaheilla áætla að 50% til 90% af hrísgrjónauppskerunni sé eyðilögð, og gæti það stuðlað að fæðuskorti hjá allt að þremur milljónum manna næstu 6 mánuðina.

 Barnaheill - Save the Children voru ein fárra hjálparsamtaka sem brugðust við í kjölfar fellibylsins og fóru til afskekktra staða á láglendi, sem enn voru umflotin vatni frá því í flóðum í sumar. En þá fóru um 2/ 3 hlutar landsins undir vatns. Samtökin hafa hafið dreifingu á lífsnauðsynjum; mat, ábreiðum ílátum fyrir vatn, lyfjum vegna niðurgangspestar, teppum og 100.000 vatnshreinsitöflum. Alþjóðasamtök Barnaheilla eru í samvinnu við þarlend stjórnvöld um að flytja fólk af svæðinu þar sem þörf er á.  Margar fjölskyldur hafa misst allt og hætta er á að farsóttir breiðist út segir Kelly Stevenson, framkvæmdasjóri Barnaheilla í Bangladesh.

 Alþjóðasamtök Barnaheilla hafa verið við störf Í Bangladesh frá árinu 1972 og hafa á undanförnum árum unnið náið með þarlendum stjórmvöldum og heimamaönnum í að vernda strandsvæði gegn fellibyljum. Hluti af þeirri áætlun eru  neyðaræfingar sem samtöki