Fjöldi krakka til veiða í Elliðaánum í boði OR

Barnaheill hefur verið í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur um að skipuleggja veiði í Elliðaánum fyrir börn og unglinga. Um 100 börn úr Öskjuhlíðarskóla, einhverfudeild Fellaskóla og frá Barna og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, BUGL, hafa komið til silungsveiða í Elliðaánum nú í vor í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Krakkarnir hafa einnig átt kost á fræðslu um náttúrufar í Elliðaárdalnum.

 

 

Barnaheill hefur verið í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur um að skipuleggja veiði í Elliðaánum fyrir börn og unglinga. Um 100 börn úr Öskjuhlíðarskóla, einhverfudeild Fellaskóla og frá Barna og unglingageðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, BUGL, hafa komið til silungsveiða í Elliðaánum nú í vor í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Krakkarnir hafa einnig átt kost á fræðslu um náttúrufar í Elliðaárdalnum.

Veiðar á silungi eru leyfðar í Elliðaánum í maí og hluta júní og er veiðin leigð Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, en ákvað Orkuveitan að þessu sinni að ráðstafa öllum fimmtudögum og föstudögum í maí til barna og unglinga. Þeir höfðu því samband við Barnaheill um samstarf.

Með hverjum hópi hafa verið umsjónar- og eftirlitsmenn til þess að ítrasta öryggis sé gætt.
Börnin hafa fengið leiðsögn við veiðarnar. og hafa þau verið fljót að tileinka sér réttu handtökin. Veiðin hefur verið misjöfn eins og gefur að skilja, en ekki er kunnugt um annað en að allir hafi skemmt sér vel.

Þetta er í fyrsta skipti sem Orkuveitan býður börnum til veiða í Elliðaánum og er óhætt að segja að vel hafi til tekist og að tiltækið hafi notið vinsælda hjá krökkunum. Barnaheill þakka OR fyrir gott samstarf og vonast til að framhald verði á því í framtíðinni.