Fjölmenni á málþingi Barnaheilla

Á annað hundrað manns tók þátt í málþingi Barnaheilla undir heitinu Börn og réttarkerfið - kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í gær, 26. nóvember. Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa undanfarin tvö ár tekið þátt í samanburðarkönnun Save the Children samtaka í tíu Evrópulöndum um þetta málefni og var skýrsla Íslands kynnt á þinginu auk þess sem sérfræðingar á ýmsum sviðum er tengjast þessum málaflokki fluttu erindi.
Í lok málþingsins var kynnt ályktun stjórna Barnaheilla þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að undirbúa setningu laga um að Barnahús verði sjálfstæð stofnun þar sem unnið verði að rannsókn og meðferð í kynferðisbrotamálum gegn börnum á þverfaglegan hátt.

Á annað hundrað manns tók þátt í málþingi Barnaheilla undir heitinu Börn og réttarkerfið - kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í gær, 26. nóvember. Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa undanfarin tvö ár tekið þátt í samanburðarkönnun Save the Children samtaka í tíu Evrópulöndum um þetta málefni og var skýrsla Íslands kynnt á þinginu auk þess sem sérfræðingar á ýmsum sviðum er tengjast þessum málaflokki fluttu erindi.
Í lok málþingsins var kynnt ályktun stjórna Barnaheilla þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að undirbúa setningu laga um að Barnahús verði sjálfstæð stofnun þar sem unnið verði að rannsókn og meðferð í kynferðisbrotamálum gegn börnum á þverfaglegan hátt.