Fjöldi stúlkna á flótta hefur aldrei verið meiri – Lína Langsokkur styður við berskjaldaðan en hugrakkan hóp

Í ár eru 75 ár frá því að fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út. Til að fagna því, blása The Astrid Lindgren Company og Barnaheill – Save the Children til alþjóðlegs átaks, „Pippi of Today“, til að vekja athygli á og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children er snúa að stúlkum á flótta.

Fjöldi fyrirtækja alls staðar að úr heiminum eru þátttakendur í átakinu sem fer meðal annars fram á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi og Sviss. Með sölu á Línuvörum og skipulagningu á ýmsum viðburðum, taka þau þátt í að safna fé til verkefna Barnaheilla – Save the Children og styðja við stúlkur á flótta.

Olle Nyman, framkvæmdastjóri Astrid Lindgren Company og barnabarn Astrid Lindgren, sagði: „í heimi með sífellt sterkari straumum af þjóðernishyggju og útlendingahatri, viljum við leggja áherslu á sameiginlega ábyrgð okkar á að veita öllum börnum tækifæri til að sýna styrk sinn og hvað í þeim býr. Með hjálp Línu, viljum við styðja við stúlkur sem þarfnast þess einna mest, og á sama tíma láta rödd þeirra heyrast. Verkefni Barnaheilla – Save the Children styðja við þessar stúlkur en hlutverk Línu er að vera hvetjandi fyrirmynd sem veitir þeim styrk og von“.

Fyrir 75 árum síðan kom sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – ein í nýjan bæ. Í dag neyðast milljónir stúlkna til að yfirgefa heimili sín og flytja, ekki aðeins í nýjar borgir heldur líka til nýrra landa. Stúlkur á flótta þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð. Þær eru Línur dagsins í dag! 

Fleiri stúlkur á flótta en áður

Fjöldi stúlkna á flótta hefur ekki verið hærri frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Stúlkur eru sérlega berskjaldaður hópur flóttamanna, þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir vilja oft gleymast. Stúlkur á flótta eiga á meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, svo sem kynferðislegu ofbeldi og verða hnepptar í barnahjónaband, í flestum tilfellum flosna þær einnig upp úr námi.

Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children International sagði: „Réttindi barna þekkja engin landamæri. Öll börn ættu að hafa sömu réttindi, sama hver þau eru eða hvar þau búa. Barnaheill – Save the Children eru spennt að vera í samstarfi við Astrid Lindgren Company til að hjálpa okkur að auka starf okkar fyrir stúlkur á flótta. Árið 2019 tókum við viðtöl við stelpur víðsvegar að úr heiminum sem eru á flótta, til að reyna að átta okkur betur á reynslu þeirra og hvernig við getum sem best náð til þeirra. Okkur skortir samt sem áður ennþá næg gögn og þekkingu á þessu sviði. Með því fé sem safnað verður munum við geta hjálpað til við að fylla þetta þekkingarbil og auka starf okkar, svo að sérhver stúlka lifi af, læri og verði vernduð.“ 

Nánari upplýsingar um átakið veita:

Cilla Nergårdh, Kynningarstjóri The Astrid Lindgren Company

cilla.nergardh@astridlindgren.se, í síma +46 (0) 70 938 46 52

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, erna@barnaheill.is, í síma 820 7255

Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnastjóri kynningarmála samtakanna, ghjohanns@barnaheill.is, í síma 778 8038.

 Lína það er égPippi of Today