Frábærar viðtökur við Símalausum sunnudegi

Tilvitnun í ánægðan símalausan einstakling.
Tilvitnun í ánægðan símalausan einstakling.

Takk kærlega fyrir þátttökuna í Símalausum sunnudegi!

Alls tóku rúmlega 3.500 fjölskyldur áskoruninni um að vera símalaus frá 9-21 og upplifa þannig ævintýrin saman.

Viðtökurnar voru frábærar og það gleður okkur að segja frá því að aldrei hafa fleiri tekið þátt.

Markmið Barnaheilla með átakinu er ekki að varpa skugga á símann heldur að vekja fólk til umhugsunar um hvað skjárinn er orðinnn stór partur af lífi okkar og hvernig við getum sinnt sjálfum okkur og öðrum sem okkur þykir vænt um betur ef við temjum okkur ábyrga skjánotkun.

Við vonumst til að þau sem tóku þátt og aðrir sem fylgdust með bæti jafnvel símalausum klukkustundum inn í hversdaginn og búi þannig til meiri tíma fyrir sjálfan sig og börnin á heimilinu.

Á myndinni hér að ofan má sjá tilvitnun í ánægðan símalausan einstakling. Við viljum einnig þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að vekja athygli á deginum.