Framkvæmdastjóri óskast

Barnaheill – Save the Children á Íslandi óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna. Starfið felur í sér samstarf við stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir hér á landi auk mikilla samskipta við erlenda samstarfsaðila. Leitað er eftir líflegum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á réttindamálum barna og vill stuðla að samfélagi sem hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna. Starfið felur í sér samstarf við stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir hér á landi auk mikilla samskipta við erlenda samstarfsaðila. Leitað er eftir líflegum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á réttindamálum barna og vill stuðla að samfélagi sem hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Helstu verkefni framkvæmdastjóra:

  • Viðhald og efling samskipta við aðila innanlands sem utan
  • Gerð fjárhags-, rekstrar- og verkefnaáætlana og eftirlit með þeim
  • Samningagerð í samráði við stjórn samtakanna
  • Yfirumsjón með bókhaldi og gerð fjárhagsuppgjöra
  • Starfsmannahald, ráðningar, laun, símenntun o.fl.


Menntun og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun
  • Reynsla á sviði rekstrar, stjórnunar og fjáröflunar
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að byggja upp öfluga liðsheild sem nær árangri
  • Geta til að fjalla um málefni félagsins af öryggi
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð og frumkvæði í athöfnum
  • Fullkomið vald á íslensku og ensku, tal- og ritmáli


Umsókn ásamt ferilskrá á íslensku og ensku berist til auglýsingadeilda Morgunblaðsins/Fréttablaðsins fyrir 25. júní nk. eða sendist á box@mbl.is eða box@frett.is merkt 25015.
Upplýsingar veitir Kolbrún Baldursdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á íslandi, netfang: kolbrunbald@simnet.is