Framkvæmdir hafnar við nýtt húsnæði BUGL

- Barnaheill styrktu verkefnið
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði Barna- og  unglingageðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL) þriðjudaginn 20. febrúar sl. við fögnuð viðstaddra.
Barnaheill stóðu fyrir fjáröflunarviðburði í lok ársins 2005 til styrktar starfsemi Barna- og unglingageðdeildarinnar og söfnuðust 10 milljónir króna. Þeir fjármunir ásamt öðru 80 milljóna króna gjafafé frá öðrum félagasamtökum og velgjörðarfólki gera þessa stækkun mögulega.
Barnaheill óska BUGL innilega til hamingju með þennan merka áfanga og velfarnaðar í starfi.

- Barnaheill styrktu verkefnið

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði Barna- og  unglingageðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL) þriðjudaginn 20. febrúar sl. við fögnuð viðstaddra. 

Barnaheill stóðu fyrir fjáröflunarviðburði í lok ársins 2005 til styrktar starfsemi Barna- og unglingageðdeildarinnar og söfnuðust 10 milljónir króna. Þeir fjármunir ásamt öðru 80 milljóna króna gjafafé frá öðrum félagasamtökum og velgjörðarfólki gera þessa stækkun mögulega. 
Barnaheill óska BUGL innilega til hamingju með þennan merka áfanga og velfarnaðar í starfi.