Framtíðin hefst núna

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla, fer yfir starf ráðsins og áherslur.

IMG_6132 copyVerkefni okkar í ungmennaráði Barnaheilla hafa á síðasta ári verið mjög fjölbreytt og skemmtileg. Í byrjun árs skrifuðum við til dæmis grein um hversu dýrt það er orðið fyrir börn að stunda tómstundir og hvernig það getur alið á mismunun meðal þeirra.

Samkvæmt 31. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á að stunda tómstundir óháð fjárhag foreldra þeirra. Þau eiga líka rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra – og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Við vitum að tómstundir hafa mikið forvarnargildi og börn kynnast þar mörgum af sínum bestu vinum. Þess vegna er mikilvægt að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundir að eigin vali.

Í haust settum við á stofn heimanámshjálp í gegnum Facebook, en hún er ætluð börnum á grunnskólaaldri. Aðstoðin fer þannig fram að þeir sem eru í hópnum geta sent inn fyrirspurnir sem meðlimir ráðsins svara eftir bestu getu, eða benda á góðar glósur eða efni sem gæti nýst. Hjálp verður veitt bæði á íslensku og ensku og ætti að nýtast öllum vel, sérstaklega börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.

Fulltrúar ungmennaráðsins sóttu fund ungmennaráða Save the Children á Norðurlöndunum í Malmö, í mars síðastliðnum, og fóru einnig til Kaupmannahafnar í lok maí. Þetta er hluti af norrænu samstarfi ungmennaráða Save the Children International á Norðurlöndunum.

Ásamt þessu sátu meðlimir ráðsins ráðstefnur á vegum Menntamálastofnunar og Velferðaráðuneytisins þar sem fjallað var um menntamál, vímuefni og ofbeldi gegn börnum. Ráðstefnur af þessu tagi eru mikilvægur vettvangur til að koma röddum og skoðunum ungs fólks á framfæri og við væntum þess að verða meiri þátttakendur á fleiri sviðum í framtíðinni.

Gott og fjölbreytt starf byggist þó ávallt á framlagi einstaklinga í ráðinu og við fögnum því að hafa vaxið á síðastliðnum tveimur árum og erum nú orðin um 15 talsins. Við erum flest sammála því að raddir barna skipti máli. Þær skipta jafn miklu máli og raddir ráðamanna, kennara, lækna og annarra einstaklinga. Ungmennaráðið er frábær vettvangur fyrir börn og ungmenni til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og láta í sér heyra en það er ekki nóg að ungmennaráð starfi að þessum málum og gefi út skoðanir sínar. Það verður að vera vettvangur í samfélaginu til að taka á móti þeim eins og í