Fyrsta tilfelli Covid-19 sýkingar staðfest í Jemen

Börn í Jemen að leik
Börn í Jemen að leik

Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Jemen hefur fyrsta tilfelli af kórónaveirunnar verið staðfest í Sana‘a, höfuðborg Jemen  og eru staðfest smit orðin 21 og þrjú dauðsföll. ,,Þetta er það sem við óttuðumst,“ segir Xavier Joubert, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Jemen. ,,Kórónaveiran hefur nú breiðst út í norðurhluta Jemen, þar sem ástandið er nú þegar alvarlegt vegna hungursneyðar. Milljónir barna í norðri eru mjög veikburða.

Það er nauðsynlegt að koma strax á vopnahléi í landinu. Frá því að Covid-19 hóf að herja á lönd úti um allan heim, hafa stríðandi fylkingar í Jemen ekki lagt niður vopn sín. Þetta er ástand sem ekki er hægt að líta framhjá.“

Eftir fimm ár af átökum er aðeins helmingur heilbrigðisstofnana starfandi. ,,Jemen er einfaldlega ekki í stakk búið til þess að takast á við heimsfaraldurinn. Átökin verður að stöðva til að heilbrigðisstarfsfólk og hjálparsamtök geti einbeitt sér að því að hægja á útbreiðslu Covid-19 og draga úr áhrifum veirunnar. Við þurfum að hafa greiðan aðgang að því að veita börnum og fjölskyldum þeirra í neyð mat og hreint vatn.

Hingað til hafa 200 manns verið skimaðir fyrir Covid-19 í Jemen, en við vitum ekki hver raunveruleg tala smitaðra er í landinu. Við leggjum áherslu á vitundarvakningu í samfélaginu og veitum fjölskyldum gagnlegar upplýsingar um hvaða ráðstafanir þær þurfa að gera til þess að takmarka útbreiðslu Covid-19, eins og t.d. fjarlægðarmörk og hreinlæti, segir Joubert.

Ráðstafanir á borð við fjarlægðarmörk og aukið hreinlæti eru ekki nóg til þess að takmarka útbreiðslu Covid-19. Það er nauðsynlegt stöðva átök. Börn og fjölskyldur þeirra verða að geta leitað sér læknishjálpar án þess að eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárás. Það er mjög takmarkaður fjöldi gjörgæsluplássa í landinu, en fyrir þær 28,5 milljónir sem búa í landinu eru færri en 700 gjörgæslurúm og 500 öndunarvélar. Þess vegna er nauðsynlegt að stöðva átök, til að hægt verði að nota gjörgæslurúmin fyrir þá sem berjast við Covid-19.

 

Amina*, 14, a day after the incident, Sana'a, Yemen

Hér  liggur Amina* 14 ára á spítala í Sana'a, eftir að hún og fjölskylda 

hennar þurftu að flýja heimili sitt, þar sem sprengingar dundu á næsta

húsi sem var stór verksmiðja.