Google í samstarfi við Barnaheill og SAFT gegn kynferðisofbeldi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, sem reka ábendingalínuna, hafa ásamt SAFT komið á samstarfi við netrisann Google um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum.

Google samstarfBarnaheill – Save the Children á Íslandi, sem reka ábendingalínuna, hafa ásamt SAFT komið á samstarfi við netrisann Google um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Samstarfið byggist á því að við leit að efni sem inniheldur kynferðisofbeldi gegn börnum birtist aðvörun þar sem varað er við ólögmæti slíkra mynda og viðkomandi er boðið að tilkynna efnið til Ábendingalínu Barnaheilla eða leita sér ráðgjafar hjá Hjálparsíma Rauða krossins.

Google hefur nú um nokkurn tíma boðið slíkt samstarf í mörgum ríkjum og var Ísland hið 27. í röðinni til að gerast þátttakandi í verkefninu.

Auglýsingin birtist á íslensku eða ensku.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að vernd barna gegn kynferðislegu og öðru ofbeldi og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Samtökin eru aðili að Inhope, alþjoðlegum samtökum ábendingalína, sem vinna saman gegn dreifingu á myndefni sem birtir kynferðisofbeldi gegn börnum.