Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kaupir ljós

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri Landssöfnu…
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri Landssöfnunarinnar ásamt Guðna forseta og mótórhjólagenginu BACA

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson kom í húsnæði Barnaheilla í dag og keypti ljós til að sýna Landssöfnun Barnaheilla samstöðu. Guðni forseti mætti ásamt fríðu föruneyti BACA mótórhjólaklúbbsins, sem stendur fyrir Bikers Against Child Abuse.  Guðni fór fögrum orðum um starf Barnaheilla,  en þetta er í fjórða sinn sem hann kemur og kaupir ljós í þessari mikilvægu fjáröflun. 

Í ár er Landssöfnunin í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Blátt áfram voru með þessa söfnun í 10 ár og er þetta því ellefta árið sem ljósin eru seld.

Söfnunin í ár ber heitið ,,Hjálpumst að við að vernda börn” og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna.

Ljósið kostar 2000 kr. og eru bæði einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök um allt land að selja ljósið. Einnig er hægt að kaupa ljósið í vefverslun okkar.