Hægt væri að senda öll börn heimsins í skóla fyrir þá fjármuni sem eytt er í hernað á sex dögum

Ef ríkar þjóðir myndu setja upphæð, sem svarar fjármunum sem eytt er í hernað á sex dögum, til þróunar og uppbyggingar grunnmenntunar, væri hægt að ná því markmiði að veita öllum börnum menntun og tryggja þeim skólagöngu fyrir lok árs 2015. Nú vantar 16 milljarða bandaríkjadala til að svo megi verða.

Ef ríkar þjóðir myndu setja upphæð, sem svarar fjármunum sem eytt er í hernað á sex dögum, til þróunar og uppbyggingar grunnmenntunar, væri hægt að ná því markmiði að veita öllum börnum menntun og tryggja þeim skólagöngu fyrir lok árs 2015. Nú vantar 16 milljarða bandaríkjadala til að svo megi verða.

Í síðustu skýrslu UNESCO, The hidden crisis: Armed conflict and education, er varað við því að heimsbyggðin muni ekki ná fyrir árið 2015, ef fram fer sem horfir, þeim sex markmiðum sem tryggja eiga menntun fyrir alla. Yfir 160 lönd skrifuðu undir þessi markmið árið 2000. Sem einn af lykilhöfundum skýrslunnar, vilja Barnaheill – Save the Children vara við því að ef ekki verður brugðist við nú, verða fleiri börn utan skóla árið 2015 en eru í dag.

 „Barnaheill – Save the Children hafa ítrekað kallað eftir því að alþjóðasamfélagið auki fjárveitingar til menntunar í stríðshrjáðum ríkjum. Börn eiga rétt á að sækja skóla og við megum ekki gleyma að góð menntun getur verið áhrifaríkt tæki til að stuðla að friði og umburðarlyndi,“ segir Desmond Bermingham, framkvæmdastjóri alþjóðamenntunarverkefnis (Education Global Initiative) Barnaheilla – Save the Children. „Nýlegir atburðir í Austurlöndum nær og í Norður-Afríku sýna glögglega hvernig fer þegar ríki bregðast í því að styðja við menntun ungs fólks; aukin átök, aukið atvinnuleysi meðal ungs fólks, slakur hagvöxtur og aukin félagsleg mismunun auk þess sem afturför verður í menntunarmálum. Við verðum að fjárfesta í menntun allra barna og ungs fólks í stríðshrjáðum löndum og við verðum að gera það núna.“

Alþjóðasamfélagið leikur lykilhlutverk í að tryggja að réttur allra barna til menntunar í stríðshrjáðum ríkjum verði að veruleika, en í þeim ríkjum er nær helmingur allra barna í heiminum sem ekki sækja skóla. Því miður, eru sum af fátækustu og berskjölduðustu ríkjum heims ekki á lista alþjóðasamfélagsins þegar kemur að fjárveitingum til menntunar, á meðan að ákveðinn fjöldi stríðshrjáðra landa fær bróðurpartinn af þeim fjármunum. Val þeirra er í beinum tengslum við forgangsröðun ríkra landa í öryggismálum.

Það er einnig afar brýnt að stríðshrjáð lönd axli þá ábyrgð sína að tryggja öllum menntun með því að eyrnamerkja a.m.k. 20% af fjárlögum sínum til menntunar. Þannig er hægt að ryðja úr vegi fjárhagslegum tálmunum sem hindra börn úr jaðarhópum frá sk&oa