Hækkandi matvælaverð og vannæring vinna gegn árangri í að draga úr barnadauða

Nær helmingur fjölskyldna á Indlandi, í Nigeríu, Pakistan, Perú og Bangladesh verður að skera niður við sig í mat og börn eru látin vinna til að hjálpa fjölskyldum sínum að afla matar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar Barnaheilla – Save the Children í kjölfar 12 mánaða tímabils, þar sem matvælaverð hækkaði upp úr öllu valdi.

Nær helmingur fjölskyldna á Indlandi, í Nigeríu, Pakistan, Perú og Bangladesh verður að skera niður við sig í mat og börn eru látin vinna til að hjálpa fjölskyldum sínum að afla matar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar Barnaheilla – Save the Children í kjölfar 12 mánaða tímabils, þar sem matvælaverð hækkaði upp úr öllu valdi.

Ríflega helmingur allra vannærðra barna í heiminum býr í þeim löndum þar sem rannsóknin var gerð. Nær þriðjungur foreldra í rannsókninni segir að börn þeirra kvarti yfir því að fá ekki nóg að borða og eitt foreldri af hverjum sex hafði beðið barn sitt um að hætta í skóla og fara þess í stað að vinna til að hjálpa til við að greiða fyrir mat fjölskyldunnar.

Rannsóknin veitir innsýn í erfitt líf fjölskyldna í þessum löndum sem glíma við hátt hlutfall vannærðra barna. Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children,  A Life Free from Hunger: Tackling Child Malnutrion (Líf án hungurs: Tekist á við vannæringu barna), kemur fram að hækkandi matvælaverð og vannæring geti staðið í vegi fyrir því að frekari árangur náist í baráttunni við barnadauða í heiminum.

Jafnvel áður en matvælaverð hækkaði, bjuggu mörg af fátækustu börnum heims þegar við mjög rýran kost þar sem uppistaðan er hvít hrísgrjón, maís eða mjöl úr kassavarót, sem hefur mjög lítið næringargildi. Barnaheill – Save the Children vara við því að ef ekki verði gripið til samstilltra aðgerða, gæti nær hálfur milljarður barna liðið fyrir líkamlegan og andlegan vanþroska (e. stunting) á næstu 15 árum og líf þeirra verði markað af vannæringu.

„Ímyndaðu þér að þú værir foreldri sem gætir ekki gefið börnum þínum mat sem hjálpar þeim að vaxa og dafna.“ segir Jasmine Whitbread, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children. „ Á liðnum árum, hefur heiminum tekist að draga með stórfelldum hætti úr barnadauða, sem hefur farið úr 12 milljónum í 7,6 milljónir. Ef við missum skriðþungann núna, hefur okkur mistekist að takast á við vannæringu í heiminum. Vannæring getur skaðað börn fyrir lífstíð, veikt heila þeirra og líkama. En með samræmdu átaki, getum við boðið upp á lausnir sem binda enda á þetta hneyksli.“

Þó vannæring sé undirliggjandi ástæða þriðjungs alls barnadauða í heiminum, hefur henni ekki verið veitt sama athygli eða fengið jafn mikið fjármagn og aðrar orsakir barnadauða, s.s. alnæmi/eyðni eða malaría. Þetta þýðir að á meðan a&