Hagkaup styður Jólapeysuátakið um 1,2 milljónir

F&F og Hakaup afhentu á dögunum styrk í Sýrlandssöfnun Barnaheilla í tengslum við fjáröflunarátakið Jólapeysuna. Verslanirnar gáfu 10% af söluandvirði jólapeysa til átaksins. Alls voru seldar hátt í 4.000 peysur í verslunum F&F og Hagkaups og söfnuðust þar með 1.225.000 kr. til verkefnisins.

F&F Hagkaup styrkur í Jólapeysuátakinu var afhentur á dögunumF&F og Hakaup afhentu á dögunum styrk í Sýrlandssöfnun Barnaheilla í tengslum við fjáröflunarátakið Jólapeysuna. Verslanirnar gáfu 10% af söluandvirði jólapeysa til átaksins. Alls voru seldar hátt í 4.000 peysur í verslunum F&F og Hagkaups og söfnuðust þar með 1.225.000 kr. til verkefnisins.

Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla þar sem safnað er fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þolað hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður. Barnaheill – Save the Children útvega börnum í þessari stöðu og fjölskyldum þeirra innan og utan Sýrlands vatn, mat, lyf, teppi og hlífðarfatnað auk þess að veita víðtækan stuðning á fjölda móttökustöðva í Evrópu.

„Við erum mjög þakklát fyrir þennan höfðinglega stuðning frá F&F og Hagkaup. Sá raunveruleiki sem fjöldi sýrlenskra barna býr víða við er skelfilegur og stuðningur getur skipt sköpum, sérstaklega núna þegar vetur er genginn í garð og hitastig fer niður fyrir frostmark,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.

„Hjá F&F fundum við fyrir mikilli ánægju meðal okkar viðskiptavina að geta styrkt gott málefni um leið og þeir fengu jólapeysur,“ segir Olga Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri F&F.

 

Á myndinni eru Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Barnaheillum, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri og Olga Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri F&F.