Hátíð trjánna - list í þágu barna - Opnun á sýningu á listaverkum

logo_hatid_trjanna.gifOpnun á sýningu á listaverkum sem seld verða til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, verður hjá Sævari Karli í Bankastræti, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun opna sýninguna.  Hátíð trjánna - list í þágu barna, er samstarfsverkefni Barnaheilla og listamanna sem nú er haldið fjórða árið í röð. Sýningin státar af nýjum og glæsilegum listaverkum, bæði skúlptúrum og málverkum en verkin verða boðin upp síðar í mánuðinum.

Opnun á sýningu á listaverkum sem seld verða til styrktar Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, verður hjá Sævari Karli í Bankastræti, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun opna sýninguna.  Hátíð trjánna - list í þágu barna, er samstarfsverkefni Barnaheilla og listamanna sem nú er haldið fjórða árið í röð. Sýningin státar af nýjum og glæsilegum listaverkum, bæði skúlptúrum og málverkum en verkin verða boðin upp síðar í mánuðinum.

11 þjóðþekktir listamenn tileinka Barnaheillum verk sín í ár. Þema verkanna er tré og af því dregur hátíðin nafn sitt, en allir listamennirnir sköpuðu verkin sérstaklega að þessu tilefni. „Barnaheill stuðla að betra lífi fyrir börn heimsins. Varla er til verðugra verkefni. Mér finnst mikilvægt að listin skipti máli og hafi áhrif á umhverfið og samfélagið, geri lífið betra,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, listakona, en hún hefur tekið þátt í Hátíð trjánna frá upphafi. „Samstarf Barnaheilla og listamanna er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir okkur og kunnum við þeim allra bestu þakkir,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. „Við Íslendingar höfum sýnt það og sannað að við getum staðið saman á erfiðum tímum, og samstaðan er ef til vill mikilvægari nú en nokkurn tímann fyrr.“

Ágóðinn af sölu listaverkanna fer til styrktar verkefnum Barnaheilla og þá fyrst og fremst til stofnunar Barna- og unglingalínu sem opna mun í febrúar 2009. Um er að ræða upplýsinga- og stuðningslínu fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-18 ára og verður síma- og netsvörun á íslensku og tungumálum fjölmennustu innflytjendahópanna. „Barnalína Barnaheilla mun gefa börnum aukið tækifæri til að tjá skoðanir sínar og líðan, eitthvað sem mikil þörf er á um þessar mundir. Þá geta þau leitað sér upplýsinga um réttindi og komið sjónarmiðum sínum á framfæri,“ segir Petrína og hvetur alla til að koma og sjá þessi fallegu listaverk sem verða til sýnis hjá Sævari Karli fram til 20. nóvember. Listamennirnir sem taka þátt í ár eru:

• Alistair Macintyre
 • Brian Pilkington
• Brynhildur Þorgeirsdóttir
• Eggert Pétursson
• Finnbogi Pétursson
• Georg Guðni Hauksson
• Guðrún Einarsdóttir
• Jónas Bragi Jónsson
• Steinunn Þórarinsdóttir
• Vignir Jóhannsson
• Þórdís Alda Sigurðardóttir