Haustsöfnun Barnaheilla er hafin til verndar stúlkum gegn ofbeldi

Najmo Fyasko, flóttakona frá Sómalíu keypti fyrsta armbandið í Haustsöfnun Barnaheilla við hátíðlega athöfn í húsnæði Barnaheilla í dag, fimmtudaginn 26. ágúst. Þannig sýndi hún verkefni Barnaheilla gegn ofbeldi á stúlkum í Síerra Leóne samstöðu. Najmo var neydd í hjónaband 11 ára að aldri með 32 ára gömlum manni en hún náði að flýja aðstæður tveimur árum síðar. Þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gömul í dag hefur Najmo upplifað mikið ofbeldi á sinni stuttu ævi og í dag berst hún fyrir réttindum stúlkna og kvenna.

Haustsöfnun Barnaheilla ber heitið Lína okkar tíma og rennur allur ágóði af sölunni beint til þróunarverkefnis Barnaheilla í Síerra Leóne þar sem lögð er áhersla á vernd stúlkna gegn ofbeldi. Nú eru þrír fulltrúar frá Barnaheillum í Síerra Leóne að taka taka út aðstæður og heimsækja vettvang í Pujehun héraði. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne og er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil. Barnaheill ætla að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra til kynningaleiðir í barnaverndarmálum o.fl. Munu börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri taka þátt í verkefninu.

Línu-armbandið kostar kr. 2.000 og eru einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök um allt land að selja armbandið. Einnig er hægt að kaupa armbandið í vefverslun Barnaheilla.

 

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla afhentir Najmo fyrsta armband í Haustsöfnun Barnaheilla.