Helle Thorning-Schmidt ráðin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna

Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla – Save the Children. Helle tekur við af Jasmine Whitbread sem hefur gengt stöðunni í sex ár og var ábyrg fyrir verkefnum sem náðu til rúmlega 55 milljóna barna í 120 löndum.

Helle Thorning-Schmidt_fbFyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla – Save the Children. Helle tekur við af Jasmine Whitbread sem hefur gengt stöðunni í sex ár og var ábyrg fyrir verkefnum sem náðu til rúmlega 55 milljóna barna í 120 löndum.

„Við fögnum ráðningu Helle Thorning-Schmidt sem hefur sýnt góða forystuhæfileika í alþjóðasamvinnu og sýnt ástríðu fyrir bættum hag barna í heiminum. Barnaheill - Save the Children vinna um allan heim að því að bæta framtíð barna sem búa við erfiðustu aðstæðurnar og reynsla hennar og geta er afar mikilvæg í að vinna áfram að þeim verkefnum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

 „Ég er djúpt snorting yfir þeim heiðri sem mér er sýndur með að fá að leiða Save the Children. Á síðustu áratugum hefur náðst góður árangur í að draga úr ungbarnadauða og þar hefur starf samtaka á borð við Save the Children skipt gífurlega miklu máli. En eins og við sjáum á hverjum degi, er enn langt í land með að bjarga öllum börnum frá þjáningu og hættulegum aðstæðum og að geta boðið þeim mannsæmandi framtíð,“ sagði Helle við ráðninguna; „Vernd barna, réttindi þeirra og þroski hafa alltaf staðið mér nærri og ég hlakka til að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að ná markmiðum okkar um að ekkert barn undir fimm ára aldri deyi af viðráðanlegum orsökum, öll börn fái gæðamenntun og að ekkert barn búi við ofbeldi eða misnotkun.“

Helle yfirgefur nú pólitíska sviðið í Danmörku, en eiginmaður hennar Stephen Kinnock situr á breska þinginu fyrir verkamannaflokkinn.

Helle tekur við stöðunni 4. apríl og mun vinna frá höfuðstöðvum Barnaheilla - Save the Children í London.