Himneskt styður Barnaheill í Heillakeðju barnanna

Vörumerkið HIMNESKT var stuðningsaðili septembermánaðar í Heillakeðju barnanna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtakanna. Salan fór fram úr björtustu vonum og fengu Barnaheill afhenta ávísun upp á 1.400.000 króna á veitingastaðnum Gló.  

Vörumerkið HIMNESKT var stuðningsaðili septembermánaðar í Heillakeðju barnanna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtakanna. Salan fór fram úr björtustu vonum og fengu Barnaheill afhenta ávísun upp á 1.400.000 króna á veitingastaðnum Gló. Á meðfylgjandi mynd tekur Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla og Kolbrún Baldursdóttir formaður Barnaheilla við ávísuninni frá Guðmundi Marteinssyni framkvæmdastjóra Bónus, Sollu frá Himneskt og Gunnari Inga Sigurðssyni framkvæmdastjóra Hagkaups.

Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna á vegum Barnaheilla. Í hverjum mánuði er valið eitt þema úr barnasáttmálanum. Í september var það 19. greinin sem fjallar um vernd barna gegn ofbeldi, þar á meðal ofbeldi á netinu.