Hinn launhelgi glæpur

Hinnlaunhelgiglaepur_minniÚt er komin bókin Hinn launhelgi glæpur. Henni er ætlað að auka umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og skilning á orsökum þeirra og afleiðingum. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá samtökunum rituðu kafla í bókinn um Netið og vernd barna gegn kynferðisofbeldi.

Hinnlaunhelgiglaepur_minniÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra fékk afhent eintak af bókinni „Hinn launhelgi glæpur“.Út er komin bókin Hinn launhelgi glæpur. Henni er ætlað að auka umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og skilning á orsökum þeirra og afleiðingum. Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá samtökunum rituðu kafla í bókinn um Netið og vernd barna gegn kynferðisofbeldi.

Í bókinni er á þriðja tug greina, flestar ritrýndar, þar sem fjallað er um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina, svo sem lögfræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði, félagsfræði, sálarfræði, uppeldisfræði, afbrotafræði og félagsráðgjafar. Bókin nýtist við kennslu á háskólastigi á ýmsum sviðum félagsvísinda og lögfræði auk þess að vera handbók fyrir alla sem starfa að málefnum barna og láta sig velferð þeirra varða. Ritstjóri bókarinnar og meðhöfundur er Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í refsirétti og afbrotafræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Formála ritar Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dóms- og mannréttindaráðherra.

Bókinni er skipt í þrjá hluta. Fyrst er fjallað um löggjöf og meðferð kynferðisbrota gegn börnum og er þar um að ræða viðamestu lögfræðilegu úttekt á þessum brotaflokki í íslenskum fræðiritum til þessa. Síðan er fjallað um þolendur kynferðislegrar misnotkunar, einkum hinar alvarlegu afleiðingar sem brotin hafa á heilsu þeirra og líðan. Þar er m.a. greinagerð um áður óbirtar íslenskar rannsóknir á afleiðingum og tíðni þeirra. Loks er fjallað um gerendur og gerð grein fyrir rannsóknum á ástæðum þess að einstaklingar misnota börn kynferðislega og möguleg úrræði til að sporna gegn slíkri háttsemi.

Kaflinn, sem Petrína og Margrét Júlía hafa ritað, fellur undir annan þátt, þ.e. þegar fjallað er um þolendur. Í kaflanum er fjallað um ýmsar leiðir til að berjast gegn netdreifingu á kynferðisofbeldi gegn börnum, bæði með forvörnum og stuðningi við þolendur. Grunnurinn að almennum forvörnum er skýr löggjöf, markviss fræðsla barna og foreldra, þekking fagfólks og virkt samstarf og samvinna stofnana og samtaka sem vinna að málefnum barna. Með markvissri stefnu og samstilltu átaki væri hægt að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í mun mæli en nú. Til þess